Viðskipti erlent

Norskur verðbréfasali þénar 60 milljónir á dag

Norski verðbréfasalinn Ole Andreas Halvorsen þénar að minnsta kosti 60 milljónir kr. á hverjum degi. Þar með er hann kominn í hóp bestu verðbréfamiðlara heimsins.

Sænska blaðið Dagens Næringsliv fjallar um Ole Andreas en hann vinnur hjá fjárfestingafélaginu Viking. Þar segir að leyndarmálið á bakvið velgengni Ole Andreas sé að hann hafi veðjað á niðursveifluna á vestrænu mörkuðunum seinni part síðasta árs og jafnframt að hlutabréfamarkaðurinn á Indlandi myndi vera í uppsveiflu á sama tíma.

Fagtímaritið Traders Monthly hefur fjallað um Ole Andreas og segir að á síðasta ári hafi hann þénað á milli 20 og 25 milljarða kr. fyrir Viking. Hefur tímaritið af þeim sökum sagt að Ole Andreas sé nú tuttugasti besti verðbréfamiðlari heims um þessar mundir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×