Viðskipti erlent

Seldi lénið pizza.com fyrir 150 milljónir kr.

Chris Clark 43 ára gamall Bandaríkjamaður seldi nýlega lénið pizza.com fyrir rúmlega 150 milljónir kr.

Chris keypti lénið í árdaga internetsins eða árið 1994 og hefur hann borgað 20 dollara gjald fyrir það árlega síðan. Þegar hann heyrði að lénið vodka.com hefði selst á nær 250 milljónir kr. árið 2006 ákvað hann að slá til og setja pizza lén sitt til sölu.

Lénið fór á uppboð í lok mars og var fyrsta boð í það 100 dollarar. Aðeins vikur seinna var komið boð upp á 2,6 milljónir dollara og tók Chris því boði.

"Þetta var geggjað, alveg geggjað," segir hinn nýbakaði milljónamæringur í samtali við blaðið Baltimore Sun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×