Viðskipti erlent

Hart sótt að Alcoa vegna mengunnar

Bandaríska álfyrirtækið Alcoa á undir högg að sækja í heimalandi sínu vegna stefnu sinnar í umhverfismálum.

Segja umhverfisverndarsinnar að úrgangur frá verksmiðjum fyrirtækisins valdi íbúum í nágrenni þeirra ýmiss konar kvillum, svo sem krabbameini og öndunarfærasjúkdómum. Hefur bandaríska umhverfisstofnunin ítrekað sektað félagið vegna þessa.



Þá er forstjóri félagsins, Alain Belda, undir miklum þrýstingi vegna rausnarlegra þóknana sem hann fékk á síðasta ári. Alls fékk Belda yfir 25 milljónir dollara, eða 1,9 milljarða króna, í laun og árangurstengdar greiðslur, sem er tvöfalt meira en hann fékk árið á undan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×