Viðskipti erlent

Smærri bankar í Evrópu með betliskálar á lofti

Smærri bankar í Evrópu fara nú um með betliskálar og grátbiðja stórfyrirtæki og seðlabanka í löndum sínum um lánsfé.

Fyrirsögn í danska blaðinu Jyllands Posten segir danskir bankar séu í ölmusuleit en þar er greint frá því að smærri bankar landsins betli nú peninga af stórfyrirtækjum.

Rætt er við fjármálastjóra Rockwool fyrirtækisins sem segir að hann hafi aldrei kynnst öðru eins. Áður fyrr hafi bankarnir reynt að selja þeim ýmsar fjármálavörur en nú grátbiðji þeir fyrirtækið um að setja fé inn á reikninga hjá sér.

Og fyrirsögn í The Times í morgun segir að bankar setji betliskálarnar fram. Þeir vilji fá 23 milljarða punda í neyðarlán frá Seðlabanka landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×