Viðskipti erlent

Dow Jones hækkaði lítillega

Bréf í Bear Stearns hafa verið í frjálsu falli að undanförnu. Mynd/ AFP.
Bréf í Bear Stearns hafa verið í frjálsu falli að undanförnu. Mynd/ AFP.

Dow Jones vísitalan hækkaði örlítið en Standard & Poor og Nasdaq féllu örlítið í dag eftir að JP Morgan Chase & Co keyptu Bear Stearns bankann á gjafaverði í dag. Kaupsamningurinn, sem er studdur af Seðlabankanum í Bandaríkjunum, felur í sér að JP Morgan kaupi Bear Stearns á 2 dali á hlut eða 1/15 af markaðsvirði bankans á föstudag. Talið er að með kaupunum hafi bankanum naumlega verið bjargað frá gjaldþroti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×