Skuggalegur Cameron 4. mars 2008 11:15 Var að enda við að horfa á mánaðarlegan fréttamannafund Davids Cameron, leiðtoga breskra íhaldsmanna, sem sendur var beint út á SKY-sjónvarpsstöðinni. Flottur kall ... Camerúninn ... og fjandakornið hæfastri foringi breskra hægrimanna frá því Thatcher var og hét. Það munið hann Major; óhemjulitlaus ... og ekki tók betra við í Hague, sem tapaði eftirminnilega fyrir Blair með þeim feitletruðu orðum "You´re a looser, baby" á forsíðu Sunday Times um árið. Iain Duncan Smith var eiginlega aldrei annað en fægður skallinn og góðlátlegt brosið. En sumsé ... horfði á Cameron í morgun. Og verð að segja að uppsetning fundarins var ga-ga. Þarna stóð karlinn framan við stóran glugga í virðulegu húsi - og af því birtan reis í bakgrunninum, varð íhaldsforinginn alltaf skuggalegri og skuggalegri eftir því sem leið á ræðuna. Vita menn ekki enn þann dag í dag hvernig sjónvarp virkar? Geta menn ekkert lært? Menn stilla ekki foringjum sínum upp fyrir framan bjartan glugga. Ég hélt að sjónvarpsþekking spunameistaranna væri meiri. En þeir bregðast sumsé í Bretlandi, jafnt sem á Íslandi, þar sem tveir auðir stólar standa hvor sínu megin foringjans ... eins og nýleg dæmi sanna. Það er vandlifað í pólitíkinni ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun
Var að enda við að horfa á mánaðarlegan fréttamannafund Davids Cameron, leiðtoga breskra íhaldsmanna, sem sendur var beint út á SKY-sjónvarpsstöðinni. Flottur kall ... Camerúninn ... og fjandakornið hæfastri foringi breskra hægrimanna frá því Thatcher var og hét. Það munið hann Major; óhemjulitlaus ... og ekki tók betra við í Hague, sem tapaði eftirminnilega fyrir Blair með þeim feitletruðu orðum "You´re a looser, baby" á forsíðu Sunday Times um árið. Iain Duncan Smith var eiginlega aldrei annað en fægður skallinn og góðlátlegt brosið. En sumsé ... horfði á Cameron í morgun. Og verð að segja að uppsetning fundarins var ga-ga. Þarna stóð karlinn framan við stóran glugga í virðulegu húsi - og af því birtan reis í bakgrunninum, varð íhaldsforinginn alltaf skuggalegri og skuggalegri eftir því sem leið á ræðuna. Vita menn ekki enn þann dag í dag hvernig sjónvarp virkar? Geta menn ekkert lært? Menn stilla ekki foringjum sínum upp fyrir framan bjartan glugga. Ég hélt að sjónvarpsþekking spunameistaranna væri meiri. En þeir bregðast sumsé í Bretlandi, jafnt sem á Íslandi, þar sem tveir auðir stólar standa hvor sínu megin foringjans ... eins og nýleg dæmi sanna. Það er vandlifað í pólitíkinni ... -SER.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun