Skuggalegur Cameron 4. mars 2008 11:15 Var að enda við að horfa á mánaðarlegan fréttamannafund Davids Cameron, leiðtoga breskra íhaldsmanna, sem sendur var beint út á SKY-sjónvarpsstöðinni. Flottur kall ... Camerúninn ... og fjandakornið hæfastri foringi breskra hægrimanna frá því Thatcher var og hét. Það munið hann Major; óhemjulitlaus ... og ekki tók betra við í Hague, sem tapaði eftirminnilega fyrir Blair með þeim feitletruðu orðum "You´re a looser, baby" á forsíðu Sunday Times um árið. Iain Duncan Smith var eiginlega aldrei annað en fægður skallinn og góðlátlegt brosið. En sumsé ... horfði á Cameron í morgun. Og verð að segja að uppsetning fundarins var ga-ga. Þarna stóð karlinn framan við stóran glugga í virðulegu húsi - og af því birtan reis í bakgrunninum, varð íhaldsforinginn alltaf skuggalegri og skuggalegri eftir því sem leið á ræðuna. Vita menn ekki enn þann dag í dag hvernig sjónvarp virkar? Geta menn ekkert lært? Menn stilla ekki foringjum sínum upp fyrir framan bjartan glugga. Ég hélt að sjónvarpsþekking spunameistaranna væri meiri. En þeir bregðast sumsé í Bretlandi, jafnt sem á Íslandi, þar sem tveir auðir stólar standa hvor sínu megin foringjans ... eins og nýleg dæmi sanna. Það er vandlifað í pólitíkinni ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Var að enda við að horfa á mánaðarlegan fréttamannafund Davids Cameron, leiðtoga breskra íhaldsmanna, sem sendur var beint út á SKY-sjónvarpsstöðinni. Flottur kall ... Camerúninn ... og fjandakornið hæfastri foringi breskra hægrimanna frá því Thatcher var og hét. Það munið hann Major; óhemjulitlaus ... og ekki tók betra við í Hague, sem tapaði eftirminnilega fyrir Blair með þeim feitletruðu orðum "You´re a looser, baby" á forsíðu Sunday Times um árið. Iain Duncan Smith var eiginlega aldrei annað en fægður skallinn og góðlátlegt brosið. En sumsé ... horfði á Cameron í morgun. Og verð að segja að uppsetning fundarins var ga-ga. Þarna stóð karlinn framan við stóran glugga í virðulegu húsi - og af því birtan reis í bakgrunninum, varð íhaldsforinginn alltaf skuggalegri og skuggalegri eftir því sem leið á ræðuna. Vita menn ekki enn þann dag í dag hvernig sjónvarp virkar? Geta menn ekkert lært? Menn stilla ekki foringjum sínum upp fyrir framan bjartan glugga. Ég hélt að sjónvarpsþekking spunameistaranna væri meiri. En þeir bregðast sumsé í Bretlandi, jafnt sem á Íslandi, þar sem tveir auðir stólar standa hvor sínu megin foringjans ... eins og nýleg dæmi sanna. Það er vandlifað í pólitíkinni ... -SER.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun