Skuggalegur Cameron 4. mars 2008 11:15 Var að enda við að horfa á mánaðarlegan fréttamannafund Davids Cameron, leiðtoga breskra íhaldsmanna, sem sendur var beint út á SKY-sjónvarpsstöðinni. Flottur kall ... Camerúninn ... og fjandakornið hæfastri foringi breskra hægrimanna frá því Thatcher var og hét. Það munið hann Major; óhemjulitlaus ... og ekki tók betra við í Hague, sem tapaði eftirminnilega fyrir Blair með þeim feitletruðu orðum "You´re a looser, baby" á forsíðu Sunday Times um árið. Iain Duncan Smith var eiginlega aldrei annað en fægður skallinn og góðlátlegt brosið. En sumsé ... horfði á Cameron í morgun. Og verð að segja að uppsetning fundarins var ga-ga. Þarna stóð karlinn framan við stóran glugga í virðulegu húsi - og af því birtan reis í bakgrunninum, varð íhaldsforinginn alltaf skuggalegri og skuggalegri eftir því sem leið á ræðuna. Vita menn ekki enn þann dag í dag hvernig sjónvarp virkar? Geta menn ekkert lært? Menn stilla ekki foringjum sínum upp fyrir framan bjartan glugga. Ég hélt að sjónvarpsþekking spunameistaranna væri meiri. En þeir bregðast sumsé í Bretlandi, jafnt sem á Íslandi, þar sem tveir auðir stólar standa hvor sínu megin foringjans ... eins og nýleg dæmi sanna. Það er vandlifað í pólitíkinni ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun
Var að enda við að horfa á mánaðarlegan fréttamannafund Davids Cameron, leiðtoga breskra íhaldsmanna, sem sendur var beint út á SKY-sjónvarpsstöðinni. Flottur kall ... Camerúninn ... og fjandakornið hæfastri foringi breskra hægrimanna frá því Thatcher var og hét. Það munið hann Major; óhemjulitlaus ... og ekki tók betra við í Hague, sem tapaði eftirminnilega fyrir Blair með þeim feitletruðu orðum "You´re a looser, baby" á forsíðu Sunday Times um árið. Iain Duncan Smith var eiginlega aldrei annað en fægður skallinn og góðlátlegt brosið. En sumsé ... horfði á Cameron í morgun. Og verð að segja að uppsetning fundarins var ga-ga. Þarna stóð karlinn framan við stóran glugga í virðulegu húsi - og af því birtan reis í bakgrunninum, varð íhaldsforinginn alltaf skuggalegri og skuggalegri eftir því sem leið á ræðuna. Vita menn ekki enn þann dag í dag hvernig sjónvarp virkar? Geta menn ekkert lært? Menn stilla ekki foringjum sínum upp fyrir framan bjartan glugga. Ég hélt að sjónvarpsþekking spunameistaranna væri meiri. En þeir bregðast sumsé í Bretlandi, jafnt sem á Íslandi, þar sem tveir auðir stólar standa hvor sínu megin foringjans ... eins og nýleg dæmi sanna. Það er vandlifað í pólitíkinni ... -SER.