Handbolti

Kiel aftur á toppinn eftir sigur á Minden

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Franski landsliðsmaðurinn Nikola Karabatic fór að venju mikinn með Kiel í kvöld og skoraði sex mörk.
Franski landsliðsmaðurinn Nikola Karabatic fór að venju mikinn með Kiel í kvöld og skoraði sex mörk. Nordic Photos / AFP

Einn leikur fór fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld þar sem Þýskalandsmeistarar Kiel unnu sex marka sigur á Minden, 30-24.

Einar Örn Jónsson er á mála hjá Minden en hann komst ekki á blað í leiknum í kvöld.

Með sigrinum fór Kiel aftur á topp deildarinnar en liðið hefur eins stigs forystu á Flensburg sem á þó leik til góða.

Einn leikur fór einnig fram í Meistaradeild Evrópu en þar bar Hamburg sigur úr býtum gegn RK Zagreb á heimavelli, 32-29.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×