Handbolti

Íslendingaliðin unnu í Þýskalandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Valur skoraði átta mörk í kvöld.
Guðjón Valur skoraði átta mörk í kvöld. Nordic Photos / Bongarts

Gummersbach og Flensburg unnu sína leiki örugglega í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Flensburg er þar með aftur komið á topp deildarinnar með eins stigs forystu á Kiel. Hamburg er tveimur stigum á eftir Kiel en á leik til góða.

Flensburg vann í kvöld sigur á Essen, 38-22, eftir að staðan var 14-12 í hálfleik. Alexander Petersson og Einar Hólmgeirsson skoruðu tvö mörk hver fyrir Flensburg.

Guðjón Valur Siguðrsson skoraði átta mörk fyrir Gummersbach sem vann Lübbecke, 34-23. Róbert Gunnarsson skoraði tvö mörk og Sverre Andreas Jakobsson lék í vörn liðsins.

Birkir Ívar guðmundsson lék fyrstu 32 mínútur leiksins í kvöld og varði á þeim tíma þrjú skot. Þórir Ólafsson lék ekki með Lübbecke vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×