Handbolti

Tapað stig hjá Flensburg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alexander Petersson skoraði fjögur mörk í dag.
Alexander Petersson skoraði fjögur mörk í dag. Mynd/Vilhelm

Flensburg fór illa að ráði sínu í dag er liðið missti niður sex marka forystu gegn Hamburg í Meistaradeild Evrópu í dag.

Flensburg var með fjögurra marka forystu í hálfleik, 17-13, og var með fimm marka forystu þegar skammt var til leiksloka, 30-25. En þá skoruðu leikmenn Hamburg fjögur mörk í röð og náðu að halda jöfnu allt til loka.

Alexander Petersson skoraði fjögur mörk fyrir Flensburg í leiknum en Einar Hólmgeirsson lék ekki með liðinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×