Körfubolti

Úrslit í vináttuleikjum kvöldsins

Luca Toni var á skotskónum hjá ítalska landsliðinu í kvöld
Luca Toni var á skotskónum hjá ítalska landsliðinu í kvöld Nordic Photos / Getty Images

Ítalir unnu 3-1 sigur á Portúgölum í æfingaleik liðanna á Ítalíu í kvöld og Hollendingar unnu stórsigur á Króötum á útivelli 3-0.

Heimsmeistararnir voru í stuði þegar þeir mættu Portúgölum í vináttuleik þjóðanna í Zurich í Sviss. Luka Toni opnaði markareikninginn rétt fyrir hálfleik og Andrea Pirlo bætti við öðru marki í upphafi þess síðari. Ricardo Quaresma minnkaði muninn fyrir Portúgal á 77 mínútu en varamaðurinn Fabio Quagiarella innsiglaði sigur Ítala tveimur mínútum síðar.

Hollendingar unnu góðan útisigur á Króötum 3-0 þar sem John Heitinga, Klaas-Jan Huntelaar og Jan Vennegoor og Hesselink skoruðu mörk Hollendinga.

Brasilíumenn lögðu Íra 1-0 með marki frá Robinho og Walesverjar lögðu Norðmenn 3-0.

Úrslit í vináttuleikjum kvöldsins:

Spánn 1 - 0 Frakkland

Króatía 0 - 3 Holland

Austurríki 0 - 3 Þýskaland

Írland 0 - 1 Brasilía

Ítalía 3 - 1 Portúgal

Norður-Írland 0 - 1 Búlgaría

Wales 3 - 0 Noregur

Tékkland 0 - 2 Pólland

Georgía 1 - 3 Lettland

Kýpur 1 - 1 Úkraína

Makedonía 1 - 1 Serbía

Tyrkland 0 - 0 Svíþjóð

Ísrael 1 - 0 Rúmenía

Malta 0 - 1 Hvíta-Rússland

Slóvenía 1 - 2 Danmörk

Grikkland 2 - 1 Finnland

Tékkland 0 - 2 Pólland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×