Svíþjóð í 5. sæti og beint til Króatíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. janúar 2008 13:19 Henrik Lundström tekur hér skot að norska markinu þar sem Steinar Ege er til varnar. Nordic Photos / AFP Svíþjóð tryggði sér í dag farseðilinn á HM í Króatíu á næsta ári með því að leggja Noreg í tvíframlengdum leik um 5. sætið á EM í handbolta, 36-34. Noregur þarf hins vegar að taka þátt í undankeppni HM 2009 en dregið verður í undankeppnina á morgun. Norðmenn náðu í fyrsta skiptið forystunni í leiknum með því að skora fyrsta markið í fyrri framlengingunni og breyta stöðunni í 27-26. Svíar höfðu verið með sjö marka forystu í seinni hálfleik en misstu niður nánast unnin leik þar sem þeir réðu ekkert við óvænta baráttugleði Norðmanna. Svíar náðu þó frumkvæðinu aftur og komust einu marki yfir á öllum tölum þar til staðan var 30-30. Þá náðu Norðmenn frumkvæðinu og héldu í sókn þegar mínúta var til loka framlengingarinnar. En þeir brenndu af síðasta skoti framlengingarinnar og þurfti því að framlengja leikinn öðru sinni. Svíar komust tveimur mörkum yfir í fyrri hluta síðari framlengingarinnar, 33-31. Norðmenn náðu að minnka muninn í eitt mark, 35-34, þegar mínúta var eftir af framlengingunni en Marcus Ahlm skoraði síðasta mark leiksins á lokasekúndunum og tryggði Svíum sigur, 36-34. Martin Boquist var markahæstur Svía með sjö mörk en þeir Jonas Källman og Jonas Larholm skoruðu sex mörk hver. Dan Beutler varði ellefu skot og Tomas Svensson fimm hjá Svíum. Hjá Norðmönnum var Kjetil Strand markahæstur með tíu mörk en Bjarte Myrhol kom næstur með sjö mörk. Andre Jörgensen skoraði sex mörk í leiknum. Steinar Ege varði fimmtán skot og Ole Erevik tvö. Sjö marka forysta SvíaBjarte Myrhol er hér kominn í gegnum sænsku vörnina.Nordic Photos / AFPÍ seinni hálfleik venjulegs leiktíma leit ekki út fyrir annað en að Svíar væru að fara vinna öruggan sigur. Þeir höfðu tveggja marka forystu í hálfleik, 15-13, og skoruðu svo fjögur fyrstu mörkin í síðari hálfleik.Eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik var munurinn orðinn sjö mörk, 21-14, Svíum í vil.En á næstu tíu mínútum ráku Norðmenn af sér slyðruorðið og skoruðu átta mörk gegn tveimur og minnkuðu muninn í 23-22.Þeim tókst svo að jafna metin er þrjár mínútur voru til leiksloka, 26-26, og spennan var í hámarki sem fyrr segir. En ekkert mark var skorað á síðustu mínútum leiksins og þurfti því að grípa til framlengingar.Svíar voru með boltann á síðustu sekúndunum en Kim Andersson skaut hátt yfir mark Norðmanna úr síðasta skoti venjulegs leiktíma.Þar með er ljóst að Svíþjóð fer í riðil Íslands í undankeppni Ólympíuleikanna en riðill Íslands fer fram í Póllandi. Auk heimamanna, Íslands og Svíþjóðar keppir Argentína einnig um þau tvö Ólympíusæti sem í boði eru fyrir liðin.Undankeppni Ólympíuleikanna fer fram síðustu helgina í maí. Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Sjá meira
Svíþjóð tryggði sér í dag farseðilinn á HM í Króatíu á næsta ári með því að leggja Noreg í tvíframlengdum leik um 5. sætið á EM í handbolta, 36-34. Noregur þarf hins vegar að taka þátt í undankeppni HM 2009 en dregið verður í undankeppnina á morgun. Norðmenn náðu í fyrsta skiptið forystunni í leiknum með því að skora fyrsta markið í fyrri framlengingunni og breyta stöðunni í 27-26. Svíar höfðu verið með sjö marka forystu í seinni hálfleik en misstu niður nánast unnin leik þar sem þeir réðu ekkert við óvænta baráttugleði Norðmanna. Svíar náðu þó frumkvæðinu aftur og komust einu marki yfir á öllum tölum þar til staðan var 30-30. Þá náðu Norðmenn frumkvæðinu og héldu í sókn þegar mínúta var til loka framlengingarinnar. En þeir brenndu af síðasta skoti framlengingarinnar og þurfti því að framlengja leikinn öðru sinni. Svíar komust tveimur mörkum yfir í fyrri hluta síðari framlengingarinnar, 33-31. Norðmenn náðu að minnka muninn í eitt mark, 35-34, þegar mínúta var eftir af framlengingunni en Marcus Ahlm skoraði síðasta mark leiksins á lokasekúndunum og tryggði Svíum sigur, 36-34. Martin Boquist var markahæstur Svía með sjö mörk en þeir Jonas Källman og Jonas Larholm skoruðu sex mörk hver. Dan Beutler varði ellefu skot og Tomas Svensson fimm hjá Svíum. Hjá Norðmönnum var Kjetil Strand markahæstur með tíu mörk en Bjarte Myrhol kom næstur með sjö mörk. Andre Jörgensen skoraði sex mörk í leiknum. Steinar Ege varði fimmtán skot og Ole Erevik tvö. Sjö marka forysta SvíaBjarte Myrhol er hér kominn í gegnum sænsku vörnina.Nordic Photos / AFPÍ seinni hálfleik venjulegs leiktíma leit ekki út fyrir annað en að Svíar væru að fara vinna öruggan sigur. Þeir höfðu tveggja marka forystu í hálfleik, 15-13, og skoruðu svo fjögur fyrstu mörkin í síðari hálfleik.Eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik var munurinn orðinn sjö mörk, 21-14, Svíum í vil.En á næstu tíu mínútum ráku Norðmenn af sér slyðruorðið og skoruðu átta mörk gegn tveimur og minnkuðu muninn í 23-22.Þeim tókst svo að jafna metin er þrjár mínútur voru til leiksloka, 26-26, og spennan var í hámarki sem fyrr segir. En ekkert mark var skorað á síðustu mínútum leiksins og þurfti því að grípa til framlengingar.Svíar voru með boltann á síðustu sekúndunum en Kim Andersson skaut hátt yfir mark Norðmanna úr síðasta skoti venjulegs leiktíma.Þar með er ljóst að Svíþjóð fer í riðil Íslands í undankeppni Ólympíuleikanna en riðill Íslands fer fram í Póllandi. Auk heimamanna, Íslands og Svíþjóðar keppir Argentína einnig um þau tvö Ólympíusæti sem í boði eru fyrir liðin.Undankeppni Ólympíuleikanna fer fram síðustu helgina í maí.
Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Sjá meira