Handbolti

Riðill Íslands fer fram í Póllandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Snorri Steinn og félagar gætu mætt Svíum í undankeppni ÓL í vor.
Snorri Steinn og félagar gætu mætt Svíum í undankeppni ÓL í vor. Mynd/Pjetur

Ísland mætir Póllandi, Argentínu og annað hvort Svíþjóð eða Noregi í undankeppni Ólympíuleikanna í Peking í sumar.

Í kvöld var það ljóst að Ísland fær að keppa á Ólympíuleikunum þar sem liðin sem keppa í undanúrslitum í Noregi voru öll búin að tryggja sér sæti í keppninni.

Eitt Ólympíusæti er frátekið fyrir Evrópumeistarana og því ljóst að Ísland, sem varð á áttunda sæti á HM í fyrra, „færist upp" í sjöunda sæti HM sem gefur þáttökurétt í undankeppni ÓL.

Nánar tiltekið í riðlinum sem fer fram í Póllandi sem varð í öðru sæti á HM í fyrra. Ásamt heimamönnum keppa Ísland, Argentína og annað hvort Svíþjóð eða Noregur í riðlinum.

Þau tvö lið sem ná efstu tveimur sætunum í riðlinum komast á sjálfa Ólympíuleikana.

Keppnin fer fram í lok maí næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×