Handbolti

Guðjón Valur: Með því skelfilegra sem ég hef upplifað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Róbert Gunnarsson reynir að skora af línunni. Snorri Steinn Guðjónsson fylgist með.
Róbert Gunnarsson reynir að skora af línunni. Snorri Steinn Guðjónsson fylgist með. Nordic Photos / AFP
Guðjón Valur Sigurðsson sagði eftir leik Íslands og Svíþjóðar í kvöld að hann hefði sjaldað upplifað annað eins.

Þetta kemur fram á heimasíðu samtakanna Í blíðu og stríðu.

„Ég veit ekki hvað þetta var. Þetta er með því skelfilegra sem ég hef upplifað og augljóslega er þetta ekki byrjunin sem við óskuuðum okkur. Ef við hefðum spilað vel og þeir hefðu samt unnið okkur hefði maður bara tekið því. Við erum hins vegar að spila ótrúlega illa og þá kemur ekki á óvart að maður tapi."

Snorri Steinn Guðjónsson tók í svipaðan streng.

„Sóknarleikurinn varð okkur að falli í dag. Hann var allt of hægur og það var eins og að menn væru ekki tilbúnir í þennan slag. Við ætluðum okkur að sýna meira en það gekk bara ekki í dag."

Smelltu hér til að lesa viðtölin við Guðjón Val og Snorra Stein í heild sinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×