Handbolti

Norski hópurinn klár

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar Pettersen, landsliðsþjálfari Noregs.
Gunnar Pettersen, landsliðsþjálfari Noregs. Nordic Photos / AFP

Gunnar Pettersen hefur valið þá sextán leikmenn sem skipa munu norska landsliðshópinn á EM þar í landi.

Mesta athygli vakti að Andre Jörgensen er í hópnum en hann þótti hafa stimplað sig í hópinn með því að skora átta mörk gegn B-liði Íslands í dag.

Noregur vann leikinn, 36-19, en varnarleikur íslenska liðsins í síðari hálfleik var langt frá því að teljast eðlilegur.

Erlend Mamelund, Jan Richard L. Hansen, Steffen Stegavik, Mathias Holm og Jarle Rykkje duttu úr hópnum í dag.

Hópurinn lítur annars þannig út:

Markverðir:

Steinar Ege og Ole Erevik.

Skyttur og leikstjórnendur:

Glenn Solberg, Frode Hagen, Kjetil Strand, Kristian Kjelling, Jan Thomas Lauritzen, Børge Lund og André Jørgensen.

Línumenn:

Bjarte Myrhol, Frank Løke og Johnny Jensen.

Hornamenn:

Håvard Tvedten, Thomas Skoglund, Rune Skjærvold og Lars Erik Bjørnsen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×