Viðskipti erlent

Mikill þrýstingur á Seðlabanka Englands að lækka stýrivexti

Mikill þrýstingur er nú á Seðlabanka Englands um að hann lækki stýrivexti í vikunni.

Þetta kemur í framhaldi af þvi að tölur sýna að fasteignaverð í Bretlandi hefur hrapað frá áramótum og er nú það lægsta síðan snemma á tíunda áratug síðustu aldar.

Bara í mars féll fasteignaverð um 2,5% að meðaltali en í sumum héruðum landsins féll verðið um hátt í 5%. Þetta eru sérstaklega slæmar fréttir fyrir það fólk sem tók 100% lán fyrir íbúðakaupum sínum en nú hafa allir bankar og lánastofnanir í Bretlandi hætt að veita slík lán.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×