Viðskipti erlent

Dregur úr atvinnuleysi í Bandaríkjunum

Atvinnuleysi í Bandaríkjunum var minna í apríl en áður var talið.
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum var minna í apríl en áður var talið.

Atvinnuleysi í Bandaríkjunum var minna í apríl en spáð hafði verið. Þykir það benda til þess að niðursveiflan í efnahagslífinu verði minni en áður var talið, segir Bloomberg fréttastofan. Atvinnuleysið í apríl var 5,0% en 5,1% í mars.

„Við erum í niðursveiflu, þessar tölur breyta því ekkert," sagði Ellen Zenther, hagfræðingur hjá Bank of Tokyo-Mitsubishi UFJ, í New York. Hún bætti því við að þessar tölur bentu þó til þess að niðursveiflan yrði minni en hún var fyrir sjö árum síðan.

Fáeinum mínútum áður en atvinnuleysistölurnar voru birtar tilkynnti Seðlabanki Bandaríkjanna um aðgerðir til að auka flæði fjármagns í hagkerfinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×