Sport

Svipmyndir dagsins - annar keppnisdagur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Annar dagur Ólympíuleikanna í Peking er nú á enda kominn en um gríðarlega viðburðaríkan dag var að ræða.

Hann byrjaði á afar góðum nótum fyrir íslenska hópinn er handboltalandsliðið vann góðan tveggja marka sigur á Rússum, 33-31.

Þrír íslenskir sundkappar kepptu svo í undanrásunum í morgun en enginn þeirra náði sér á strik - því miður.

Michael Phelps gaf hins vegar tóninn fyrir leikana er hann vann sín fyrstu gullverðlaun er hann mölbraut eigið heimsmet í 400 metra fjórsundi. Hann stefnir að því að vinna átta gullverðlaun á leikunum.

En nú seinni partinn mætti bandaríska körfuboltaliðið til leiks og mætti heimamönnum í Kína. Augu kínversku þjóðarinnar hvíldu á leikmönnum liðsins en þeir áttu einfaldlega ekki séns í gríðarlega sterkt bandarískt lið sem var svo sannarlega stjörnum prýtt.

Á morgun verður aftur keppt til fjögurra gullverðlauna í sundi. Það verður gert í nótt en skömmu fyrir hádegi á morgun verða þær Sigrún Brá Sverrisdóttir og Erla Dögg Haraldsdóttir í eldlínunni í lauginni.

Vísir mun að sjálfsögðu flytja allar helstu fréttir af leikunum um leið og þær gerast.

Starfsmaður á Ólympíuleikunum gengur hér framhjá merki Ólympíuhringjanna en eins og sjá má rigndi mikið í Peking í dag.Nordic Photos / AFP
Matteo Tagliariol fagnar hér sigri á Fabrice Jeannet frá Frakklandi í viðureign sem tryggði honum gullverðlaun í skylmingum.Nordic Photos / AFP
Fyrr í dag tapaði Suður-Kóreumaðurinn Jinsun Jung fyrir Jeannet og var skiljanlega ósáttur við það.Nordic Photos / AFP
Lionel Messi liggur hér á vellinum er Argentína vann 1-0 sigur á Ástralíu.Nordic Photos / AFP
Michael Phelps stingur sér hér til sunds í 400 metra fjórsundi þar sem hann stórbætti eigið heimsmet og vann sín fyrstu gullverðlaun.Nordic Photos / AFP
Junichi Myashita frá Japan keppti í 100 metra baksundi.Nordic Photos / AFP
Alicia Scramone frá Bandaríkjunum virðist smella léttum kossi á jafnvægisslána.Nordic Photos / AFP
Augum flestra Kínverja beindust að viðureign sinna manna gegn Bandaríkjunum í körfubolta karla. Bandaríkjamenn sigruðu örugglega en hér sækir LeBron James að körfunni. Yao Ming er honum til varnar en þeir þekkjast vel úr NBA-deildinni.Nordic Photos / AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×