Slæmur dagur hjá íslenska sundfólkinu - Myndir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. ágúst 2008 14:07 Erla Dögg Haraldsdóttir eftir 100 metra bringusundið. Mynd/Vilhelm Þrír íslenskir sundkappar voru í eldlínunni á Ólympíuleikunum í Peking í dag en því miður náði engin þeirra sér á strik í dag. Sarah Blake Bateman keppti í 100 metra baksundi, Erla Dögg Haraldsdóttir í 100 metra bringsundi og Örn Arnarson í 100 metra baksundi. Öll eru þau Íslandsmetshafar í greinunum en öll voru talsvert frá sínu besta og langt frá því að komast áfram í undanúrslitin. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari var staddur í sundhöllinni í Peking og má sjá myndir hans hér fyrir neðan. Sarah Blake Bateman var fyrst íslensku sundkvennanna til að keppa í Peking. Vilhelm GunnarssonHún synti á áttundu braut í þriðja riðli og kom í áttunda sæti í mark. Vilhelm GunnarssonBateman synti á 1:03,82 mínútum og varð í alls 41. sæti af 49 keppendum. Vilhelm GunnarssonHún var tæpri hálfri sekúndu frá Íslandsmeti sínu sem hún setti í lok júnímánaðar. Vilhelm GunnarssonErla Dögg Haraldsdóttir synti næst af íslensku keppendunum en hún var á fimmtu braut í þriðja riðli undanrásanna í 100 metra bringusundi. Vilhelm GunnarssonHún náði sér ekki á strik og synti á 1:11,79 mínútum sem er rúmri sekúndu yfir Íslandsmeti hennar í greininni. Hún varð í 40. sæti af 49 keppendum. Vilhelm Gunnarsson„Ég hef engan veginn fundið taktinn síðan ég kom hingað. Ég hélt það myndi kannski koma þegar út í alvöruna væri komið en því miður gerðist það ekki,“ sagði Erla Dögg í samtali við Vísi. Vilhelm GunnarssonÖrn Arnarson keppti í 100 metra baksundi í dag sem hefur verið hans sterkasta grein á ferlinu. Hann var hins vegar langt frá sínu besta í dag. Vilhelm GunnarssonÖrn átti mjög gott start eins og yfirleitt en hann náði ekki að fylgja því eftir og synti á 56,15 sekúndum. Hann varð í 35. sæti af 45 keppendum. Vilhelm Gunnarsson„Ég átti von á að komast aðeins hraðar. Það var fleira vont en gott við þetta sund og ég á eftir að sjá betur hvað gekk illa,“ sagði Örn. Vilhelm Gunnarsson Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
Þrír íslenskir sundkappar voru í eldlínunni á Ólympíuleikunum í Peking í dag en því miður náði engin þeirra sér á strik í dag. Sarah Blake Bateman keppti í 100 metra baksundi, Erla Dögg Haraldsdóttir í 100 metra bringsundi og Örn Arnarson í 100 metra baksundi. Öll eru þau Íslandsmetshafar í greinunum en öll voru talsvert frá sínu besta og langt frá því að komast áfram í undanúrslitin. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari var staddur í sundhöllinni í Peking og má sjá myndir hans hér fyrir neðan. Sarah Blake Bateman var fyrst íslensku sundkvennanna til að keppa í Peking. Vilhelm GunnarssonHún synti á áttundu braut í þriðja riðli og kom í áttunda sæti í mark. Vilhelm GunnarssonBateman synti á 1:03,82 mínútum og varð í alls 41. sæti af 49 keppendum. Vilhelm GunnarssonHún var tæpri hálfri sekúndu frá Íslandsmeti sínu sem hún setti í lok júnímánaðar. Vilhelm GunnarssonErla Dögg Haraldsdóttir synti næst af íslensku keppendunum en hún var á fimmtu braut í þriðja riðli undanrásanna í 100 metra bringusundi. Vilhelm GunnarssonHún náði sér ekki á strik og synti á 1:11,79 mínútum sem er rúmri sekúndu yfir Íslandsmeti hennar í greininni. Hún varð í 40. sæti af 49 keppendum. Vilhelm Gunnarsson„Ég hef engan veginn fundið taktinn síðan ég kom hingað. Ég hélt það myndi kannski koma þegar út í alvöruna væri komið en því miður gerðist það ekki,“ sagði Erla Dögg í samtali við Vísi. Vilhelm GunnarssonÖrn Arnarson keppti í 100 metra baksundi í dag sem hefur verið hans sterkasta grein á ferlinu. Hann var hins vegar langt frá sínu besta í dag. Vilhelm GunnarssonÖrn átti mjög gott start eins og yfirleitt en hann náði ekki að fylgja því eftir og synti á 56,15 sekúndum. Hann varð í 35. sæti af 45 keppendum. Vilhelm Gunnarsson„Ég átti von á að komast aðeins hraðar. Það var fleira vont en gott við þetta sund og ég á eftir að sjá betur hvað gekk illa,“ sagði Örn. Vilhelm Gunnarsson
Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira