Handbolti

Ísland tapaði fyrir Póllandi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Guðjón Valur skoraði níu mörk.
Guðjón Valur skoraði níu mörk.

Íslenska landsliðið tapaði fyrir því pólska í kvöld 31-35. Þetta var fyrsti leikurinn á fjögurra þjóða æfingamóti í Danmörku, LK Cup. Pólska liðið var með tveggja marka forskot í hálfleik.

Íslenska liðið mætir Noregi á morgun og svo heimamönnum á sunnudag en sá leikur verður í beinni útsendingu á Rúv.

Hér að neðan má sjá markaskorara íslenska landsliðið í kvöld:

Guðjón Valur Sigurðsson - 9 mörk

Ólafur Stefánsson - 7 mörk (1 víti)

Logi Geirsson - 5 mörk

Róbert Gunnarsson - 4 mörk

Vignir Svavarsson - 3 mörk

Arnór Atlason - 1 mark

Einar Hólmgeirsson - 1 mark

Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 mark

Varin skot:

Roland Valur Eradze 9 (fyrstu 40 mín)

Birkir Ívar Guðmundsson 4 (síðustu 20 mín)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×