Gylfi Sigfússon ráðinn forstjóri Eimskips 20. maí 2008 09:08 Gylfi Sigfússon. Gylfi Sigfússon hefur verið ráðinn forstjóri Hf. Eimskipafélags Íslands. Gylfi hefur sinnt ýmsum störfum innan Eimskips og tengdra félaga og hefur í 18 ár starfað hjá fyrirtækjum í flutningatengdum rekstri. Stefán Ágúst Magnússon, sem hefur tímabundið gegnt stöðu forstjóra og áður stöðu aðstoðarforstjóra og framkvæmdastjóra fjármálasviðs, mun að eigin ósk láta af störfum hjá félaginu. Gylfi útskrifaðist frá Viðskiptadeild Háskóla Íslands árið 1990. Hann var framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Tollvörugeymslunnar (TVG) á árunum 1990-1996, var framkvæmdastjóri Ambrosio Shipping í Bandaríkjunum á árunum 1996-2000 og framkvæmdastjóri Eimskips Logistics í Bandaríkjunum á árunum 2000-2006. Undanfarin tvö ár hefur Gylfi verið framkvæmdastjóri Eimskip Americas, sem nær yfir flutningastarfsemi Eimskips í Bandaríkjunum og Kanada. Hann hefur jafnframt setið í framkvæmdastjórn frysti- og kæligeymslufyrirtækis Eimskips, Versacold/Atlas, frá árinu 2007. „Það er ánægjulegt að fá tækifæri til að taka við stöðu forstjóra Eimskips. Á þeim 18 árum sem ég hef unnið hjá Eimskip og tengdum félögum, tel ég mig hafa fengið góða innsýn inn í starfsemi félagsins og tækifæri þess til áframhaldandi vaxtar. Félagið hefur skapað sér sterka stöðu sem leiðandi alþjóðlegt flutningafélag og sem stærsta frysti- og kæligeymslu fyrirtæki í heimi. Á þeim grunni mun ég byggja og í samvinnu við góðan hóp starfsmanna, verður kappkostað við að efla félagið enn frekar og leita sóknarfæra á mörkuðum okkar um allan heim." Segir Gylfi Sigfússon í tilkynningu um ráðningu hans. Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Gylfi Sigfússon hefur verið ráðinn forstjóri Hf. Eimskipafélags Íslands. Gylfi hefur sinnt ýmsum störfum innan Eimskips og tengdra félaga og hefur í 18 ár starfað hjá fyrirtækjum í flutningatengdum rekstri. Stefán Ágúst Magnússon, sem hefur tímabundið gegnt stöðu forstjóra og áður stöðu aðstoðarforstjóra og framkvæmdastjóra fjármálasviðs, mun að eigin ósk láta af störfum hjá félaginu. Gylfi útskrifaðist frá Viðskiptadeild Háskóla Íslands árið 1990. Hann var framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Tollvörugeymslunnar (TVG) á árunum 1990-1996, var framkvæmdastjóri Ambrosio Shipping í Bandaríkjunum á árunum 1996-2000 og framkvæmdastjóri Eimskips Logistics í Bandaríkjunum á árunum 2000-2006. Undanfarin tvö ár hefur Gylfi verið framkvæmdastjóri Eimskip Americas, sem nær yfir flutningastarfsemi Eimskips í Bandaríkjunum og Kanada. Hann hefur jafnframt setið í framkvæmdastjórn frysti- og kæligeymslufyrirtækis Eimskips, Versacold/Atlas, frá árinu 2007. „Það er ánægjulegt að fá tækifæri til að taka við stöðu forstjóra Eimskips. Á þeim 18 árum sem ég hef unnið hjá Eimskip og tengdum félögum, tel ég mig hafa fengið góða innsýn inn í starfsemi félagsins og tækifæri þess til áframhaldandi vaxtar. Félagið hefur skapað sér sterka stöðu sem leiðandi alþjóðlegt flutningafélag og sem stærsta frysti- og kæligeymslu fyrirtæki í heimi. Á þeim grunni mun ég byggja og í samvinnu við góðan hóp starfsmanna, verður kappkostað við að efla félagið enn frekar og leita sóknarfæra á mörkuðum okkar um allan heim." Segir Gylfi Sigfússon í tilkynningu um ráðningu hans.
Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira