Viðskipti erlent

Reiknað með vaxtahækkun í Kína vegna verðbólgu

Hagfræðingar reikna með að Þjóðarbankinn í Kína muni hækka vexti sína í ár til að vinna á móti verðbólgu í landinu. Verðbólgan er nú sú mesta á undanförnum 11 árum.

Fjallað er um málið á Blomberg fréttaveitunni og þar segir að 11 af 15 hagfræðingum sem Bloomberg ræddi við reiknuðu með vaxtahækkunum.

Gífurlegur hagvöxtur hefur verið í Kína að undanförnu og nam hann yfir 10% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Er það níundi ársfjórðungurinn í röð þar sem hagvöxtur hefur verið yfir 10%.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×