Allir hafa áhuga á gjaldeyrisforðanum 16. apríl 2008 00:01 Áhættuálag erlends lánsfjár hefur ratað inn í verðmyndun skiptasamninga á gjaldeyrismarkaði og eytt vaxtamun milli Íslands og annarra myntsvæða. Margir hafa gripið það á lofti í umræðunni um vandræðin í efnahagslífi þjóðarinnar að auka þurfi gjaldeyrisforða Seðlabankans. Það er ekki langt síðan sú umræða komst á verulegt flug. Áður höfðu fáir fjallað um nauðsyn þess að hafa hér stóran gjaldeyrisforða nema einstaka fræðimenn og pólitíkusar. Þar sem Seðlabankinn starfar eftir verðbólgumarkmiði á ekki að vera þörf á stórum gjaldeyrisforða samkvæmt hagfræðinni – að því gefnu að markaðir séu skilvirkir. Bankinn einbeitir sér eingöngu að því að halda verðlagi stöðugu með stýrivöxtum. Í einföldu máli hefur það áhrif á gengi krónunnar í gegnum framboð og eftirspurn eftir gjaldmiðlinum. Bein inngrip á gjaldeyrismarkaði eru algjör undantekning við sérstakar aðstæður samkvæmt núverandi peningastefnu Seðlabanka Íslands sem tekin var upp árið 2001. Áður hafði bankinn yfirlýst gengismarkmið með vikmörkum. Skiptar skoðanir eru á því af hverju þessi mikla umræða blossar upp nú. Í fyrsta lagi veldur kreppa á lánsfjármarkaði því að fjármálafyrirtæki þurfa að hafa öflugan lánveitanda til þrautavara. Það er eitt af meginhlutverkum seðlabanka í heiminum. Þá er minni hætta á að þeir lendi í lausafjárvandræðum, sem á að veita þeim betri kjör á alþjóðlegum lánamörkuðum.Bankarnir of stórirVegna þess hversu stórir íslensku bankarnir eru efast margir um getu Seðlabanka Íslands til að sinna þessu hlutverki skilmerkilega. Hafa alþjóðleg matsfyrirtæki meðal annars bent á þennan vanda. Að auki hafa stjórnendur Seðlabankans lýst því yfir að þeir muni einungis geta lánað í íslenskum krónum. Stór hluti af starfsemi bankanna er erlendis og því þurfa þeir erlendan gjaldeyri fyrst og fremst lendi þeir í vandræðum. Ef Seðlabankinn vildi bjarga þeim um stundarsakir þyrfti hann líka að búa yfir öflugum gjaldeyrissjóði.Viðskiptabankarnir vonast einnig til að geta fengið erlendan gjaldeyri lánaðan hjá Seðlabankanum og lagt í staðinn inn veð í íslenskum verðbréfum ýmiss konar. Þetta er sérstaklega mikilvægt núna fyrir bankana þegar gjaldeyrir er dýr og erfitt að fá lán á sæmilegum kjörum. Þetta myndi líka leysa vanda sem skapast hefur á innlendum markaði með gjaldmiðlaskiptasamninga. Sá markaður hefur þurrkast upp vegna mikillar eftirspurnar eftir gjaldeyri. Vaxtamunur í útlöndum hefur hrunið og er það ein meginástæða fyrir gengislækkun krónunnar. Undir smásjánni Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira
Margir hafa gripið það á lofti í umræðunni um vandræðin í efnahagslífi þjóðarinnar að auka þurfi gjaldeyrisforða Seðlabankans. Það er ekki langt síðan sú umræða komst á verulegt flug. Áður höfðu fáir fjallað um nauðsyn þess að hafa hér stóran gjaldeyrisforða nema einstaka fræðimenn og pólitíkusar. Þar sem Seðlabankinn starfar eftir verðbólgumarkmiði á ekki að vera þörf á stórum gjaldeyrisforða samkvæmt hagfræðinni – að því gefnu að markaðir séu skilvirkir. Bankinn einbeitir sér eingöngu að því að halda verðlagi stöðugu með stýrivöxtum. Í einföldu máli hefur það áhrif á gengi krónunnar í gegnum framboð og eftirspurn eftir gjaldmiðlinum. Bein inngrip á gjaldeyrismarkaði eru algjör undantekning við sérstakar aðstæður samkvæmt núverandi peningastefnu Seðlabanka Íslands sem tekin var upp árið 2001. Áður hafði bankinn yfirlýst gengismarkmið með vikmörkum. Skiptar skoðanir eru á því af hverju þessi mikla umræða blossar upp nú. Í fyrsta lagi veldur kreppa á lánsfjármarkaði því að fjármálafyrirtæki þurfa að hafa öflugan lánveitanda til þrautavara. Það er eitt af meginhlutverkum seðlabanka í heiminum. Þá er minni hætta á að þeir lendi í lausafjárvandræðum, sem á að veita þeim betri kjör á alþjóðlegum lánamörkuðum.Bankarnir of stórirVegna þess hversu stórir íslensku bankarnir eru efast margir um getu Seðlabanka Íslands til að sinna þessu hlutverki skilmerkilega. Hafa alþjóðleg matsfyrirtæki meðal annars bent á þennan vanda. Að auki hafa stjórnendur Seðlabankans lýst því yfir að þeir muni einungis geta lánað í íslenskum krónum. Stór hluti af starfsemi bankanna er erlendis og því þurfa þeir erlendan gjaldeyri fyrst og fremst lendi þeir í vandræðum. Ef Seðlabankinn vildi bjarga þeim um stundarsakir þyrfti hann líka að búa yfir öflugum gjaldeyrissjóði.Viðskiptabankarnir vonast einnig til að geta fengið erlendan gjaldeyri lánaðan hjá Seðlabankanum og lagt í staðinn inn veð í íslenskum verðbréfum ýmiss konar. Þetta er sérstaklega mikilvægt núna fyrir bankana þegar gjaldeyrir er dýr og erfitt að fá lán á sæmilegum kjörum. Þetta myndi líka leysa vanda sem skapast hefur á innlendum markaði með gjaldmiðlaskiptasamninga. Sá markaður hefur þurrkast upp vegna mikillar eftirspurnar eftir gjaldeyri. Vaxtamunur í útlöndum hefur hrunið og er það ein meginástæða fyrir gengislækkun krónunnar.
Undir smásjánni Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira