Hagnaður Alcoa dróst saman en yfir væntingum 8. júlí 2008 21:14 Alain Belda, forstjóri Alcoa. Mynd/AFP Bandaríski álrisinn Alcoa, sem rekur álverið á Reyðarfirði, hagnaðist um 546 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 42 milljarða íslenskra króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er nokkur samdráttur á milli ára en hagnaðurinn nam 715 milljónum dala á sama tíma í fyrra. Sé hagnaðurinn brotinn upp nam hann 66 sentum á hlut nú samanborið við 81 sent í fyrra. Þótt hagnaðurinn hafi dregist saman á milli ára er þetta engu að síður tveimur sentum yfir meðalspá greininga fréttastofu Reuters. Tekjur álrisans á tímabilinu námu 7,6 milljörðum dala samanborið við 8,07 dali í fyrra. Það er jafnframt meira en spáð hafði verið. Hár rekstrarkostnaður dró úr hagnaði félagsins en hátt álverð á tímabilinu hífði hann upp á móti, að sögn Reuters. Líkt og fyrri ár er uppgjör Alcoa það fyrsta sem skilar sér í hús og merkir það að uppgjörshrinan vestanhafs fyrir afkomu þarlendra fyrirtækja á öðrum ársfjórðungi er hafin. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski álrisinn Alcoa, sem rekur álverið á Reyðarfirði, hagnaðist um 546 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 42 milljarða íslenskra króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er nokkur samdráttur á milli ára en hagnaðurinn nam 715 milljónum dala á sama tíma í fyrra. Sé hagnaðurinn brotinn upp nam hann 66 sentum á hlut nú samanborið við 81 sent í fyrra. Þótt hagnaðurinn hafi dregist saman á milli ára er þetta engu að síður tveimur sentum yfir meðalspá greininga fréttastofu Reuters. Tekjur álrisans á tímabilinu námu 7,6 milljörðum dala samanborið við 8,07 dali í fyrra. Það er jafnframt meira en spáð hafði verið. Hár rekstrarkostnaður dró úr hagnaði félagsins en hátt álverð á tímabilinu hífði hann upp á móti, að sögn Reuters. Líkt og fyrri ár er uppgjör Alcoa það fyrsta sem skilar sér í hús og merkir það að uppgjörshrinan vestanhafs fyrir afkomu þarlendra fyrirtækja á öðrum ársfjórðungi er hafin.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira