Handbolti

Naumur sigur Gummersbach

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður Gummersbach.
Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður Gummersbach. Nordic Photos / Bongarts
Gummersbach vann nauman sigur á Wetzlar, 26-25, á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex mörk fyrir Gummersbach í kvöld og Sverre Andreas Jakobsson lék í vörn liðsins. Róbert Gunnarsson lék ekki með Gummersbach í kvöld.

Gummersbach er enn í sjötta sæti deildarinnar með 39 stig en Wetzlar er í þrettánda sæti með 41.

Topplið Kiel vann þægilegan sigur á Essen, 34-25, og Füchse Berlin vann þriggja marka sigur á Wilhelmshaven. Gylfi Gylfason skoraði þrjú mörk fyrir síðarnefnda liðið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×