Handbolti

Sigur hjá Róberti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Róbert Gunnarsson fagnar marki með íslenska landsliðinu.
Róbert Gunnarsson fagnar marki með íslenska landsliðinu.
Róbert Gunnarssons skoraði tvö mörk fyrir Gummersbach sem vann fimm marka sigur á Stralsunder, 35-30, í þýsku úrvalsdeildinni í gær.

Gummersbach er nú í áttunda sæti deildarinnar með tíu stig eftir átta leiki.

Düsseldorf gerði svo jafntefli við Bergischer í suðurriðli B-deildarinnar, 26-26, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik, 16-12.

Sturla Ásgeirsson skoraði þrjú mörk fyrir Düsseldorf sem er í efsta sæti riðilsins með níu stig en þetta var fyrsta stigið sem Sturla og félagar tapa í haust.

Bergischer er í öðru sæti, einnig með níu stig en eftir sex leiki. Düsseldorf hefur leikið fimm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×