Reimleikar á upplýsingaöld Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 29. júlí 2008 06:00 Mikið geta útistöður forfeðra vorra verið hjákátlegar þegar lesið er um þær á upplýsingaöld. Reyndar eru þær í besta falli alveg drepfyndnar. Upplýstur maðurinn hlýtur þá ávallt að spyrja sig af hverju þetta fróma fólk var að búa til þessa drauga með aðstoð frá tiktúrum náttúrunnar? Líklegast vegna þess að draugarnir voru til ýmissa hluta nytsamlegir. Til dæmis voru börnin ávallt komin heim á tilsettum tíma og bændur þræluðu myrkranna á milli svo þeir yrðu ekki undir í baráttunni við illa vætti sem, mörgum hverjum, var í nöp við byggð ból hér á landi. Eins var hægt að fá óupplýstan lýðinn til að gera eitthvað gott og skynsamlegt til að friðþægja fyrirbærinu atarna. Þetta er síður en svo alíslenskt fyrirbæri eins og sjá má í ljóðinu „Beðið eftir barbörunum" ort af gríska skáldinu Kavafis. Þar er lýst fyrirmyndarsamfélagi þar sem allt virkar eins og smurð vél einfaldlega vegna þess að hver og einn er með sínum hætti að búa sig undir komu barbaranna. Þegar mönnum verður síðan ljóst að barbararnir eru ekki væntanlegir og líklegast ekki til lengur veit enginn hvað hann á við sig að gera og allt fer í óreiðu. En ólíkt villimönnunum þá hafa óvættirnir í raun aldrei afboðað komu sína. Þeir hafa hreiðrað um sig í viðskipta- og atvinnulífinu og eina leiðin til að halda þeim í skefjum er að þræla og fjárfesta. Svo verður Kananum á og stór draugur vaknar. Hann er það stór að hann lamar okkur af ótta. Við hættum að fjárfesta og styggjum því drauginn í skemmunni heima. Það hriktir í stoðum og menn horfa á forsætisráðherrann og seðlabankastjóra; „Það þýðir ekkert að láta prestana troða krossi í trýnið á þessum draugi, þið verðið að gera eitthvað. Þó ekki væri nema eitthvað táknrænt, boða saman þing eða eitthvað." Það er nefnilega reimt víða í kapítalismanum engu síður en á bæjum landsins hér á öldum áður. En nú meðan við þjáumst í draugaganginum er það þó huggun harmi gegn að eflaust munu komandi kynslóðir hlæja að þessari draugasögu líkt og hinn upplýsti maður gerir nú þegar hann les um Gretti og Glám. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun
Mikið geta útistöður forfeðra vorra verið hjákátlegar þegar lesið er um þær á upplýsingaöld. Reyndar eru þær í besta falli alveg drepfyndnar. Upplýstur maðurinn hlýtur þá ávallt að spyrja sig af hverju þetta fróma fólk var að búa til þessa drauga með aðstoð frá tiktúrum náttúrunnar? Líklegast vegna þess að draugarnir voru til ýmissa hluta nytsamlegir. Til dæmis voru börnin ávallt komin heim á tilsettum tíma og bændur þræluðu myrkranna á milli svo þeir yrðu ekki undir í baráttunni við illa vætti sem, mörgum hverjum, var í nöp við byggð ból hér á landi. Eins var hægt að fá óupplýstan lýðinn til að gera eitthvað gott og skynsamlegt til að friðþægja fyrirbærinu atarna. Þetta er síður en svo alíslenskt fyrirbæri eins og sjá má í ljóðinu „Beðið eftir barbörunum" ort af gríska skáldinu Kavafis. Þar er lýst fyrirmyndarsamfélagi þar sem allt virkar eins og smurð vél einfaldlega vegna þess að hver og einn er með sínum hætti að búa sig undir komu barbaranna. Þegar mönnum verður síðan ljóst að barbararnir eru ekki væntanlegir og líklegast ekki til lengur veit enginn hvað hann á við sig að gera og allt fer í óreiðu. En ólíkt villimönnunum þá hafa óvættirnir í raun aldrei afboðað komu sína. Þeir hafa hreiðrað um sig í viðskipta- og atvinnulífinu og eina leiðin til að halda þeim í skefjum er að þræla og fjárfesta. Svo verður Kananum á og stór draugur vaknar. Hann er það stór að hann lamar okkur af ótta. Við hættum að fjárfesta og styggjum því drauginn í skemmunni heima. Það hriktir í stoðum og menn horfa á forsætisráðherrann og seðlabankastjóra; „Það þýðir ekkert að láta prestana troða krossi í trýnið á þessum draugi, þið verðið að gera eitthvað. Þó ekki væri nema eitthvað táknrænt, boða saman þing eða eitthvað." Það er nefnilega reimt víða í kapítalismanum engu síður en á bæjum landsins hér á öldum áður. En nú meðan við þjáumst í draugaganginum er það þó huggun harmi gegn að eflaust munu komandi kynslóðir hlæja að þessari draugasögu líkt og hinn upplýsti maður gerir nú þegar hann les um Gretti og Glám.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun