Hannesarmálið 1988 og sjálfstæði Háskóla Íslands Svanur Kristjánsson skrifar 19. júní 2008 00:01 Yfir dyrum hátíðasals Háskóla Íslands standa orð Jónasar Hallgrímssonar, „Vísindin efla alla dáð". Starfsemi háskólans var frá stofnun 1911 byggð á þeirri grundvallarforsendu að til að tryggja sannleiksleit háskóla þyrfti hann að vera frjáls og sjálfstæður. Einungis þannig væri hægt að koma í veg fyrir að annarlegir hagsmunir græfu undan hugsjón og starfi vísindafólks. Umdeild lektorsskipanSumarið 1988 skipaði þáverandi menntamálaráðherra, Birgir Ísleifur Gunnarsson, Hannes Hólmstein Gissurarson lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hannes hafði ekki hlotið fullgildan hæfnisdóm dómnefndar sem skipuð var Svani Kristjánssyni, Gunnari Gunnarssyni, Jónatan Þórmundssyni og Sigurði Líndal. Dómnefndarálitið var birt í Morgunblaðinu 16. júlí 1988. Um verk Hannesar Hólmsteins, Stjórnarskrármálið (1987), sagði m.a.: „Heimildanotkun er einnig ábótavant. Þannig vísar höfundur til greinar um íslenska þjóðveldið (Skírnir 1984) og segir að þar komi fram, „að lög hafi verið skilin öðrum skilningi með Íslendingum en víða annars staðar" (Stjórnarskrármálið bls. 21). Ekki er hægt að finna þessari staðhæfingu neinn stað í þeirri heimild sem vitnað er til." Um cand. mag. ritgerð Hannesar Hólmsteins, Stofnun Sjálfstæðisflokksins, starfsemi og skipulag (1982) sagði m.a.: „Í heild rýrir það gildi ritgerðarinnar hversu gjarn höfundur er að koma einkasjónarmiðum sínum að og gera þau nánast að algildum mælikvarða. Á nokkrum stöðum eru felldir niðrandi persónulegir dómar um menn án nægilegs rökstuðnings." Þrátt fyrir alvarlega galla á verkum Hannesar Hólmsteins mat dómnefndin hann þó hæfan til kennslu og rannsókna á sérsviði samanburðarstjórnmála en sagði einnig: „Hins vegar verður það ekki ráðið af námsferli umsækjanda né heldur hefur hann sýnt fram á það með ritverkum sínum að hann hafi þá þekkingu á helstu kenningum og rannsóknaraðferðum í stjórnmálafræði að hann teljist hæfur til kennslu í undirstöðugreinum hennar". Þess verður að geta að Hannes Hólmsteinn er menntaður í heimspeki en ekki í stjórnmálafræði. Á blaðamannafundi í Háskóla Íslands 14. júlí 1988 lagði dómnefndin fram ítarlega greinargerð fyrir niðurstöðu sinni og svaraði gagnrýni menntamálaráðherra á störf hennar. Í Morgunblaðinu daginn eftir er haft eftir einum dómnefndarmanna: „Jónatan Þórmundsson sagði að vel hefði komið til álita að dæma Hannes óhæfan til að gegna lektorstöðunni. Það sýndi hins vegar glöggt hversu langt dómnefndin hefði teygt sig til að gæta fyllstu sanngirni að Hannes hefði verið dæmdur hæfur að hluta. Jónatan telur að Hannes gerðist sekur um ónákvæmni í meðferð heimilda. Það eitt sé næg ástæða til að dæma hann óhæfan til starfans. Hins vegar hafi dómnefndin viljað taka doktorsritgerð Hannesar sem fullgilda sönnun fyrir því að hann uppfylli skilyrðin, að hálfu leyti." (Morgunblaðið 15. júlí 1988). Á grundvelli skoðanaMenntamálaráðherra gerði enga tilraun til rökstyðja fræðilega yfirburði Hannesar Hólmsteins yfir þá umsækjendur sem dómnefndin taldi hæfa til starfsins. Hins vegar taldi ráðherrann að Hannes Hólmsteinn hefði einn mikilvægan kost til að bera: „Það kemur glögglega fram í áliti dómnefndar og öðrum gögnum málsins að skoðanir núverandi kennara í stjórnmálafræði og Hannesar H. Gissurarsonar á eðli og hlutverki þessarar fræðigreinar eru um margt ólíkar. Það er að dómi ráðherra æskilegt að ólíkar skoðanir á fræðigreininni eigi sér málsvara á vettvangi Háskóla Íslands. Í félagsvísindum er sérstaklega mikilvægt að tryggja fjölbreytni og frjálsa samkeppni hugmynda." (Greinargerð menntamálaráðuneytisins vegna stöðuveitingarinnar, Morgunblaðið 1. júlí 1988). Af þessum orðum er ljóst að Hannes Hólmsteinn hlaut lektorsstöðu við Háskóla Íslands eingöngu vegna skoðana sinna og hugmynda en ekki fræðilegra eiginleika. Rektor spyrnir við fætiHáskólaráð, undir forystu Sigmundar Guðbjarnasonar rektors, og félagsvísindadeild snerust af fullri reisn gegn þessari atlögu að frelsi og sjálfstæði háskólans (sjá Morgunblaðið 9. júlí 1988). Varðstaða yfirmanna skólans og félagsvísindadeildar sumarið 1988 var Háskóla Íslands til sæmdar og leiddi til þess að næsti menntamálaráðherra, Svavar Gestsson, gekkst fyrir því að lögum um ráðingar háskólakennara var breytt á þann veg að ráðherrar geta ekki skipað í stöður í trássi við vilja skólans.Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og hefur kennt við skólann í 35 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Yfir dyrum hátíðasals Háskóla Íslands standa orð Jónasar Hallgrímssonar, „Vísindin efla alla dáð". Starfsemi háskólans var frá stofnun 1911 byggð á þeirri grundvallarforsendu að til að tryggja sannleiksleit háskóla þyrfti hann að vera frjáls og sjálfstæður. Einungis þannig væri hægt að koma í veg fyrir að annarlegir hagsmunir græfu undan hugsjón og starfi vísindafólks. Umdeild lektorsskipanSumarið 1988 skipaði þáverandi menntamálaráðherra, Birgir Ísleifur Gunnarsson, Hannes Hólmstein Gissurarson lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hannes hafði ekki hlotið fullgildan hæfnisdóm dómnefndar sem skipuð var Svani Kristjánssyni, Gunnari Gunnarssyni, Jónatan Þórmundssyni og Sigurði Líndal. Dómnefndarálitið var birt í Morgunblaðinu 16. júlí 1988. Um verk Hannesar Hólmsteins, Stjórnarskrármálið (1987), sagði m.a.: „Heimildanotkun er einnig ábótavant. Þannig vísar höfundur til greinar um íslenska þjóðveldið (Skírnir 1984) og segir að þar komi fram, „að lög hafi verið skilin öðrum skilningi með Íslendingum en víða annars staðar" (Stjórnarskrármálið bls. 21). Ekki er hægt að finna þessari staðhæfingu neinn stað í þeirri heimild sem vitnað er til." Um cand. mag. ritgerð Hannesar Hólmsteins, Stofnun Sjálfstæðisflokksins, starfsemi og skipulag (1982) sagði m.a.: „Í heild rýrir það gildi ritgerðarinnar hversu gjarn höfundur er að koma einkasjónarmiðum sínum að og gera þau nánast að algildum mælikvarða. Á nokkrum stöðum eru felldir niðrandi persónulegir dómar um menn án nægilegs rökstuðnings." Þrátt fyrir alvarlega galla á verkum Hannesar Hólmsteins mat dómnefndin hann þó hæfan til kennslu og rannsókna á sérsviði samanburðarstjórnmála en sagði einnig: „Hins vegar verður það ekki ráðið af námsferli umsækjanda né heldur hefur hann sýnt fram á það með ritverkum sínum að hann hafi þá þekkingu á helstu kenningum og rannsóknaraðferðum í stjórnmálafræði að hann teljist hæfur til kennslu í undirstöðugreinum hennar". Þess verður að geta að Hannes Hólmsteinn er menntaður í heimspeki en ekki í stjórnmálafræði. Á blaðamannafundi í Háskóla Íslands 14. júlí 1988 lagði dómnefndin fram ítarlega greinargerð fyrir niðurstöðu sinni og svaraði gagnrýni menntamálaráðherra á störf hennar. Í Morgunblaðinu daginn eftir er haft eftir einum dómnefndarmanna: „Jónatan Þórmundsson sagði að vel hefði komið til álita að dæma Hannes óhæfan til að gegna lektorstöðunni. Það sýndi hins vegar glöggt hversu langt dómnefndin hefði teygt sig til að gæta fyllstu sanngirni að Hannes hefði verið dæmdur hæfur að hluta. Jónatan telur að Hannes gerðist sekur um ónákvæmni í meðferð heimilda. Það eitt sé næg ástæða til að dæma hann óhæfan til starfans. Hins vegar hafi dómnefndin viljað taka doktorsritgerð Hannesar sem fullgilda sönnun fyrir því að hann uppfylli skilyrðin, að hálfu leyti." (Morgunblaðið 15. júlí 1988). Á grundvelli skoðanaMenntamálaráðherra gerði enga tilraun til rökstyðja fræðilega yfirburði Hannesar Hólmsteins yfir þá umsækjendur sem dómnefndin taldi hæfa til starfsins. Hins vegar taldi ráðherrann að Hannes Hólmsteinn hefði einn mikilvægan kost til að bera: „Það kemur glögglega fram í áliti dómnefndar og öðrum gögnum málsins að skoðanir núverandi kennara í stjórnmálafræði og Hannesar H. Gissurarsonar á eðli og hlutverki þessarar fræðigreinar eru um margt ólíkar. Það er að dómi ráðherra æskilegt að ólíkar skoðanir á fræðigreininni eigi sér málsvara á vettvangi Háskóla Íslands. Í félagsvísindum er sérstaklega mikilvægt að tryggja fjölbreytni og frjálsa samkeppni hugmynda." (Greinargerð menntamálaráðuneytisins vegna stöðuveitingarinnar, Morgunblaðið 1. júlí 1988). Af þessum orðum er ljóst að Hannes Hólmsteinn hlaut lektorsstöðu við Háskóla Íslands eingöngu vegna skoðana sinna og hugmynda en ekki fræðilegra eiginleika. Rektor spyrnir við fætiHáskólaráð, undir forystu Sigmundar Guðbjarnasonar rektors, og félagsvísindadeild snerust af fullri reisn gegn þessari atlögu að frelsi og sjálfstæði háskólans (sjá Morgunblaðið 9. júlí 1988). Varðstaða yfirmanna skólans og félagsvísindadeildar sumarið 1988 var Háskóla Íslands til sæmdar og leiddi til þess að næsti menntamálaráðherra, Svavar Gestsson, gekkst fyrir því að lögum um ráðingar háskólakennara var breytt á þann veg að ráðherrar geta ekki skipað í stöður í trássi við vilja skólans.Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og hefur kennt við skólann í 35 ár.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun