Viðskipti erlent

Fasteignaverð í Bandaríkjunum lækkar til loka næsta árs

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Metfall varð á fasteignaverði í Bandaríkjunum. Mynd/ AFP.
Metfall varð á fasteignaverði í Bandaríkjunum. Mynd/ AFP.

Metfall varð á íbúðaverði í 20 borgum Bandaríkjanna í febrúar, eftir því sem fram kemur á fréttavef Bloomberg. Þetta er talið benda til mikils ójafnvægis milli framboðs og eftirspurnar sem ekki sér fyrir endann á.

Standard & Poor fasteignavísitalan féll um 12,7% frá því á sama tíma fyrir ári síðan. Þetta er meiri lækkun en gert hafði verið ráð fyrir og mesta lækkun síðan að sölutölur voru fyrst birtar árið 2001. Talið er líklegt að fasteignaverð muni halda áfram að lækka.

Lækkun á fasteignaverði er talin vera ein helsta orsök minni einkaneyslu í Bandaríkjunum sem hefur leitt til verulegs slaka í hagkerfinu.

Michelle Meyer, hagfræðingur hjá Lehman Brothers Holdings, greiningarfyrirtæki í New York, segir að fasteignaverð í Bandaríkjunum muni lækka fram til loka næsta árs.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×