Ragna: Ákvað bara að gefa allt - Myndir Henry Birgir Gunnarsson í Peking skrifar 9. ágúst 2008 03:00 Ragna Ingólfsdóttir. MYND/Vilhelm „Þrátt fyrir allt er ég rosalega ánægð með að hafa komist hingað og það er betra að þetta gerðist núna en á æfingu í gær til að mynda. Það hefði verið skemmtilegra að klára leikinn og sleppa við meiðslin en áhættan er til staðar þegar maður gefur allt í þetta," sagði Ragna Björg Ingólfsdóttir með tárin í augunum þegar Vísir hitti hana fyrir utan badmintonhöllina í Peking í gær. Ragna gat sökum meiðslanna ekki komið á viðtalasvæðið og blaðamaður Vísis varð því að vippa sér inn í bíl til hennar þar sem hún var í nokkru spennufalli. „Hirose spilaði mikið upp á meiðslin mín og sendi stanslaust í hornin sem mér finnst erfitt að fara í. Hún vissi vel hvað hún var að gera. Ég ákvað í annarri lotu að hætta að hugsa um hnéð og gefa bara allt. Þá fór að ganga betur en um leið gerist þetta og það mátti kannski búast við því," sagði Ragna en hún brosti í gegnum tárin og var augsýnilega mjög ánægð með að hafa getað tekið þátt eftir allt saman en hún hefur verið að spila á slitnu krossbandi í tæplega eitt og hálft ár. „Ég hlakka núna til að fara heim og í aðgerð þar sem meiðslin verða löguð.Ég er búin að spila með ákveðna hræðslu í langan tíma. Ég hef verið að hætta á að skemma meira í hnénu í hvert skipti sem ég fer inn á völlinn og er því bara sátt við að halda fætinum. Ég get hreyft allar tær," sagði Ragna og brosti. „Það verður gaman að byrja svo að æfa aftur með hnéð í lagi og þá get ég æft á allt annan og skemmtilegri hátt."VilhelmVilhelmVilhelmVilhelmVilhelm Tengdar fréttir Ragna náði sér ekki á strik Ragna Björg Ingólfsdóttir féll í nótt úr leik í keppni í einliðaleik kvenna í badminton á fyrsta keppnisdegi Ólympíuleikanna í Peking. 8. ágúst 2008 23:45 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
„Þrátt fyrir allt er ég rosalega ánægð með að hafa komist hingað og það er betra að þetta gerðist núna en á æfingu í gær til að mynda. Það hefði verið skemmtilegra að klára leikinn og sleppa við meiðslin en áhættan er til staðar þegar maður gefur allt í þetta," sagði Ragna Björg Ingólfsdóttir með tárin í augunum þegar Vísir hitti hana fyrir utan badmintonhöllina í Peking í gær. Ragna gat sökum meiðslanna ekki komið á viðtalasvæðið og blaðamaður Vísis varð því að vippa sér inn í bíl til hennar þar sem hún var í nokkru spennufalli. „Hirose spilaði mikið upp á meiðslin mín og sendi stanslaust í hornin sem mér finnst erfitt að fara í. Hún vissi vel hvað hún var að gera. Ég ákvað í annarri lotu að hætta að hugsa um hnéð og gefa bara allt. Þá fór að ganga betur en um leið gerist þetta og það mátti kannski búast við því," sagði Ragna en hún brosti í gegnum tárin og var augsýnilega mjög ánægð með að hafa getað tekið þátt eftir allt saman en hún hefur verið að spila á slitnu krossbandi í tæplega eitt og hálft ár. „Ég hlakka núna til að fara heim og í aðgerð þar sem meiðslin verða löguð.Ég er búin að spila með ákveðna hræðslu í langan tíma. Ég hef verið að hætta á að skemma meira í hnénu í hvert skipti sem ég fer inn á völlinn og er því bara sátt við að halda fætinum. Ég get hreyft allar tær," sagði Ragna og brosti. „Það verður gaman að byrja svo að æfa aftur með hnéð í lagi og þá get ég æft á allt annan og skemmtilegri hátt."VilhelmVilhelmVilhelmVilhelmVilhelm
Tengdar fréttir Ragna náði sér ekki á strik Ragna Björg Ingólfsdóttir féll í nótt úr leik í keppni í einliðaleik kvenna í badminton á fyrsta keppnisdegi Ólympíuleikanna í Peking. 8. ágúst 2008 23:45 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Ragna náði sér ekki á strik Ragna Björg Ingólfsdóttir féll í nótt úr leik í keppni í einliðaleik kvenna í badminton á fyrsta keppnisdegi Ólympíuleikanna í Peking. 8. ágúst 2008 23:45