Viðskipti erlent

Áhrifamestu viðskiptamenn Bretlands

Frá London
Frá London

Telegraph hefur unnið úttekt á þúsund valdamestu viðskiptamönnum Bretlands. Nú hefur verið birtur listi yfir 20 valdamestu viðskiptamennina.

Í þriðja sæti listans er Ansu Jahin hjá Deutche bank sem er sagður eiga stóran þátt í velgengni bankans undanfarið.

Í öðru sæti er Bob Diamond forstjóri Barclays Capital. Bob er talinn gríðarlega áhrifamikill enda hefur Barclays gengið vel undanfarið. Bob þénaði 21 milljón punda á síðasta ári.

Efstur á lista yfir áhrifamestu viðskiptamenn Bretlands er Sir Fred Goodwin forstjóri Royal Bank of Scotland. Hann er kallaður "Fred the shred" og er talinn valdamesti maðurinn í bankakerfinu á Bretlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×