Viðskipti erlent

Englandsbanki segir fjárfesta fullsvartsýna

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Englandsbanki lætur í veðri vaka að kreppan á lánsfjármarkaði þar í landi hafi gert fjárfesta of svartsýna í garð verðlags eignasafna. Þetta geti þó haft í för með sér gálgafrest fjármálahagkerfisins á næstu mánuðum.

Talsmaður bankans sagði verðlagningu áhættu á lánsfjármörkuðum hafa sveiflast frá sögulegu lágmarki til þess að vera á tímabili allt of háa á tímabili sem nær frá síðasta sumri til dagsins í dag. Segir hann þetta einna helst geta bent til þess að áræðni og áhættusækni muni hægt og bítandi ná sér á strik á næstu mánuðum.

Bandaríski fjármálaráðherrann Henry Paulson lét þau orð falla í gær að lánsfjárkreppan væri að öllum líkindum rúmlega hálfnuð og tók þar með þátt í þeirri viðleitni fjármálafyrirtækja að vekja tiltrú á að bjartari dagar séu fram undan.

Pundið hækkaði gagnvart evru í kjölfar útkomu fjármálastöðugleikaskýrslu Englandsbanka en þar kom reyndar fram að aukin hætta væri á enn frekari áföllum í efnahagsgeiranum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×