Viðskipti erlent

Warren Buffett segir lánsfjárkreppunni að ljúka

Ofurfjárfestirinn Warren Buffett segir að lánsfjárkreppunni sé að ljúka fyrir Wall Street en ekki fyrir almenning. Hann segir að "mikill sársauki" sé framundan fyrir þá sem skulda íbúðar- eða fasteignalán.

Buffett lét þessi orð falla á aðalfundi fjárfestingarfélags síns, Berkshire Hathaway, í Omaha en þann fund sátu 31.000 manns sem mun vera metaðsókn. Þessi árlegi fundur gengur gjarnan undir nafninu "Woodstock fyrir kapitalista".

Félag Buffetts hefur ekki farið varhluta af lausafjárkreppunni og hrundi hagnaður þess um 64% á fyrsta ársfjórðungi ársins.

Í viðtali við Bloomberg fréttaveituna skömmu fyrir fundinn hrósaði Buffett Seðlabanka Bandaríkjana fyrir að hafa bjargað Bear Stearns fjárfestingabankanum. Sú björgun hefði komið í veg fyrir öngþveiti á fjármálamörkuðunum.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×