Handbolti

Ólafur verður ekki með í næstu tveimur leikjum

MYND/Pjetur

Ólafur Stefánsson hefur staðfest að hann muni ekki leika með íslenska landsliðinu í tveimur síðustu leikjum þess í D-riðlinum á EM. Ólafur fer í ómskoðun á eftir en grunur leikur á um að hann sé með rifinn vöðva aftan í læri. Hann segist sjálfur útiloka að vera með gegn Slóvökum og Frökkum.

Í samtali við Henry Birgir Gunnarsson á Fréttablaðinu nú rétt áðan sagðist Ólafur útiloka næstu tvo leiki á mótinu, en sagðist ætla að sjá til með milliriðilinn ef svo færi.

Þetta er gríðarlegt áfall fyrir íslenska landsliðið sem fékk skell í fyrsta leiknum gegn Svíum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×