Viðskipti erlent

Ford skilar óvænt hagnaði

Minnkandi bílasala í Bandaríkjunum kom ekki að sök hjá Ford.
Minnkandi bílasala í Bandaríkjunum kom ekki að sök hjá Ford.

Bandaríski bílaframleiðandinn kom spámönnum á Wall Street á óvart í dag þegar fyrirtækið skilaði uppgjöri fyrsta ársfjórðungs þessa árs. Þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífi Bandaríkjanna sem hefur skilað sér í minnkandi bílasölu skilaði Ford 100 milljón dollara hagnaði fyrstu mánuði ársins.

Það er söluaukning í Evrópu og Asíu sem skilar þessari afkomu en bréf í fyrirtækinu hækkuðu um sex prósent í dag. Þetta er í fyrsta sinn síðan á öðrum ársfjórðungi síðasta árs sem Ford skilar hagnaði. Á síðasta ári tapaði fyrirtækið 2,7 milljörðum dollara og búist var við áframhaldandi erfiðleikum á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×