Viðskipti erlent

Franski fjárhættumiðlarinn kominn í nýja vinnu

Jerome Kerviel
Jerome Kerviel

Franski verðbréfasalinn Jerome Kerviel, sem er sakaður um að hafa tapað tæplega 560 milljörðum íslenskra króna fyrir bankann Societe Generale, er kominn með nýtt starf. Hann er byrjaður að vinna sem ráðgjafi í tölvu- og tæknimálum hjá ráðgjafafyrirtækinu LCA.

Kerviel sat í gæsluvarðhaldi í fimm vikur eftir að mál hans kom upp en var látinn laus gegn tryggingu 18. mars síðastliðinn. Hann bíður nú eftir því að rannsókn á máli hans ljúki en gæti átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi ef hann verður fundinn sekur um trúnaðarbrest. Hann hefur alla tíð hadlið því fram að yfirmenn hans hjá bankanum hafi vitað hvað hann aðhafðist en hafi kosið að loka augunum fyrir því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×