Drama í Drammen: Þórir tryggði Íslandi jafntefli 1. nóvember 2008 16:58 Logi Geirsson fór á kostum í dag Íslenska landsliðið í handknattleik náði fræknu 31-31 jafntefli við Norðmenn í Drammen í undankeppni EM. Íslenska liðið hafði á brattann að sækja lengst af í leiknum og var undir 16-13 í hálfleik og var mest sex mörkum undir í fyrri hálfleiknum. Leikur liðsins batnaði mikið í þeim síðari bæði í vörn og sókn og náðu strákarnir að jafna leikinn í fyrsta sinn þegar síðari hálfleikurinn var nákvæmlega hálfnaður. Ísland náði mest tveggja marka forskoti (25-23) á 19. mínútu síðari hálfleiks, en þá skoruðu Norðmenn fjögur mörk í röð og sigu fram úr. Mikil dramatík var í leiknum undir lokin þar sem íslenska liðið náði að jafna með því að skora tvö síðustu mörkin. Það var Þórir Ólafsson sem skoraði bæði mörkin, það fyrra þegar hálf mínúta var eftir og jafnaði svo þegar nokkrar sekúndur lifðu leiks. Norðmenn fóru strax í hraða sókn sem var stöðvuð af íslenska liðinu og enduðu átökin með því að Vignir Svavarsson og Erlend Marmelund fengu rautt spjald. Íslenska liðið var sem kunnugt er undirmannað í leiknum í dag og vantaði marga sterka leikmenn frá því á ÓL í Peking í sumar. Ólafur Stefánsson, Alexander Petersson, Sigfús Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson voru ekki með í dag og þá meiddist Guðjón Valur Sigurðsson í upphafi síðari hálfleiks og kom ekki meira við sögu. Hann sneri sig á ökkla en meiðsli hans virtust þó ekki mjög alvarleg. Ísland og Noregur eru því efst og jöfn í riðlinum með 3 stig hvort. Logi Geirsson var í sérflokki í sóknarleiknum hjá íslenska liðinu og skoraði 13 mörk þar af fjögur úr vítum, en sóknarleikur íslenska liðsins riðlaðist nokkuð þegar hann var tekinn úr umferð í síðari hálfleik. Vignir Svavarsson og Ingimundur Ingimundarson stóðu vaktina líka mjög vel í vörninni í síðari hálfleik eftir að Sverre Jakobsson hafði fengið tvær brottvísanir í byrjun síðari hálfleiks. Mörk Íslands í dag: Logi Geirsson 13, Arnór Atlason 6, Þórir Ólafsson 3, Ásgeir Örn Hallgrímsson 2, Guðjón Valur Sigurðsson 2, Róbert Gunnarsson 2, Einar Hólmgeirsson 1, Vignir Svavarsson 1 og Ragnar Óskarsson 1. Handbolti Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Fleiri fréttir Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Sjá meira
Íslenska landsliðið í handknattleik náði fræknu 31-31 jafntefli við Norðmenn í Drammen í undankeppni EM. Íslenska liðið hafði á brattann að sækja lengst af í leiknum og var undir 16-13 í hálfleik og var mest sex mörkum undir í fyrri hálfleiknum. Leikur liðsins batnaði mikið í þeim síðari bæði í vörn og sókn og náðu strákarnir að jafna leikinn í fyrsta sinn þegar síðari hálfleikurinn var nákvæmlega hálfnaður. Ísland náði mest tveggja marka forskoti (25-23) á 19. mínútu síðari hálfleiks, en þá skoruðu Norðmenn fjögur mörk í röð og sigu fram úr. Mikil dramatík var í leiknum undir lokin þar sem íslenska liðið náði að jafna með því að skora tvö síðustu mörkin. Það var Þórir Ólafsson sem skoraði bæði mörkin, það fyrra þegar hálf mínúta var eftir og jafnaði svo þegar nokkrar sekúndur lifðu leiks. Norðmenn fóru strax í hraða sókn sem var stöðvuð af íslenska liðinu og enduðu átökin með því að Vignir Svavarsson og Erlend Marmelund fengu rautt spjald. Íslenska liðið var sem kunnugt er undirmannað í leiknum í dag og vantaði marga sterka leikmenn frá því á ÓL í Peking í sumar. Ólafur Stefánsson, Alexander Petersson, Sigfús Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson voru ekki með í dag og þá meiddist Guðjón Valur Sigurðsson í upphafi síðari hálfleiks og kom ekki meira við sögu. Hann sneri sig á ökkla en meiðsli hans virtust þó ekki mjög alvarleg. Ísland og Noregur eru því efst og jöfn í riðlinum með 3 stig hvort. Logi Geirsson var í sérflokki í sóknarleiknum hjá íslenska liðinu og skoraði 13 mörk þar af fjögur úr vítum, en sóknarleikur íslenska liðsins riðlaðist nokkuð þegar hann var tekinn úr umferð í síðari hálfleik. Vignir Svavarsson og Ingimundur Ingimundarson stóðu vaktina líka mjög vel í vörninni í síðari hálfleik eftir að Sverre Jakobsson hafði fengið tvær brottvísanir í byrjun síðari hálfleiks. Mörk Íslands í dag: Logi Geirsson 13, Arnór Atlason 6, Þórir Ólafsson 3, Ásgeir Örn Hallgrímsson 2, Guðjón Valur Sigurðsson 2, Róbert Gunnarsson 2, Einar Hólmgeirsson 1, Vignir Svavarsson 1 og Ragnar Óskarsson 1.
Handbolti Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Fleiri fréttir Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Sjá meira