Viðskipti erlent

Countrywide tapaði 63 milljörðum á fyrsta fjórðungi

Countrywide tapaði 63 milljörðum.
Countrywide tapaði 63 milljörðum.
Countrywide tapaði um 900 milljónum Bandaríkjadala, sem samsvarar 63 milljörðum króna, á fyrsta ársfjórðungi 2008. Þetta nemur um 1,60 dollara á hlut. Hagnaður félagsins nam 430 milljónum Bandaríkjadala, eða 30 milljörðum króna. á sama ársfjórðungi í fyrra.

Ástæða tapsins nú er helst rakin til lána sem bankanum hefur ekki tekist að innheimta. Stjórnendur Countrywide segja að þeir hafi sett til hliðar 1,5 milljarð Bandaríkjadala, eða um 100 milljarða íslenskra króna, vegna taps af lánum.

Stjórnendur Countrywide ákváðu í janúar að samþykkja kauptilboð í bankann fyrir hlutabréf að andvirði fjögurra milljarða Bandaríkjadala, eða 300 milljarða króna. Það var Bank of America sem keypti.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×