Handbolti

Ciudad Real tapaði lokaleiknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Stefánsson í leik með Ciudad Real.
Ólafur Stefánsson í leik með Ciudad Real. Nordic Photos / AFP

Ciudad Real tapaði í gær lokaleik sínum í spænsku úrvalsdeildinni í handbolta en félagið var þegar búið að tryggja sér meistaratitilinn.

Ciudad Real tapaði fyrir Algeciras, 37-33, en Ólafur Stefánsson skoraði fjögur mörk fyrir Spánarmeistarana, þar af tvö úr vítum.

Sigfús Sigurðsson lék með Ademar Leon sem tapaði fyrir Teka Cantabria, 28-27. Þá var Árni Þor Sigtryggsson í liði Granollers sem tapaði fyrir Antequera, 32-29, á útivelli. Árni Þór náði ekki að skora í leiknum.

Ciudad Real varð í efsta sæti deildarinnar með 53 stgi, tveimur á undan Barcelona. Ademar Leon varð í þriðja sæti með 46 stig og Granollers í því þrettánda með nítján stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×