Viðskipti erlent

Evrópubankinn heldur stýrivöxtum óbreyttum

Seðlabanki Evrópubandalagsins ákvað í dag að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í 4%. Er þetta ellefti mánuðurinn í röð sem stýrivextir bankans haldast óbreyttir.

Bankinn hefur verið tregur til að lækka stýrivexti sína þar sem hækkandi matar- og olíuverð hefur ýtt undir verðbólgu í aðildarlöndum Evrópubandalagsins.

Greinendur telja þó að bankinn gæti lækkað stýrivextina síðar á árinu þar sem teikn eru á lofti um að kólnun sé framundan í efnahagslífi Evrópubandalagslandanna.

Ákvörðun bankans um óbreytta stýrivexti olli litlum viðbrögðum á gjaldeyrismörkuðum bandalagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×