Versnandi horfur á fjármálamörkuðum hafa áhrif á fleiri en fjármálafyrirtæki því útlit er fyrir minnkandi sölu hjá stærsta rafbyssuframleiðanda heims, Taser International.
Eftir því sem viðskiptavefur Bloomberg-fréttastofunnar greinir frá hafa hlutabréf félaginu lækkað skarpt á árinu. Það er rakið til þess að búist er við minnkandi sölu á næstu misserum.
Helstu viðskiptavinir Taser eru lögregluyfirvöld, fyrst og fremst í Bandaríkjunum, og vegna minnkandi skatttekna í ríkjum Bandaríkjanna er búist við auknum sparnaði og þar með minni tekjum til hvers kyns tækjakaupa hjá hinu opinbera.
Taser-rafbyssurnar hafa verið nokkuð til umræðu hér á landi enda vill Landssamband lögreglumanna að lögreglumenn fái slík vopn í hendur til að verja sig.