Hlaup, dans og skrif 4. júní 2008 00:01 Þóra Helgadóttir Segir að þegar hún eigi tíma aflögu megi ósjaldan finna sig á kaffihúsum Lundúna með nokkrar bækur og blöð sér við hlið. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA „Þegar kemur að frístundum er af mörgu að taka en fyrst verð ég að nefna hlaupin. Ég byrjaði fyrst að hlaupa þegar ég var í námi í London árið 2005. Nú á ég eitt heilt og nokkur hálf maraþon að baki. Stefnan er tekin á að bæta tímann í hálfu maraþoni nú í haust í Bretlandi,“ segir Þóra Helgadóttir hagfræðingur, sem nú starfar hjá Singer og Friedlander í Lundúnum. Hún segist njóta þess að vakna snemma á morgnana og hlaupa niður að Thames. „Það er uppörvandi að fylgjast með Lundúnaborg vakna til lífsins, hvort sem það eru róðrarklúbbarnir að þeysast upp ána eða vallarstarfsmenn Fulham að undirbúa daginn. Útsýnið af Hammersmith-brúnni er ekki af verri endanum. Á miðvikudögum hleyp ég hins vegar með strákunum hjá Kaupþingi London í Hyde Park í hádeginu. Þar er keppt við klukkuna en þrátt fyrir að hafa leyft stelpu að ganga í hópinn hefur ekki hægt á okkur. Þegar ég vil algjörlega gleyma stað og stund veit ég fátt betra en að detta inn í Dance Works í London og skella mér í modern jazz-tíma. Ég stundaði dansnám og kenndi síðar hja JSB í mörg ár og því er dansinn mér alltaf kær,“ segir Þóra. Auk þess segist hún hafa gaman af lestri góðra bóka og segir smekkinn á því sviði mjög fjölbreyttan. „Það má ósjaldan finna mig á kaffihúsum borgarinnar þegar ég hef tíma aflögu með nokkrar bækur og blöð mér við hlið. Ég hef einnig gaman af því að munda pennann sjálf. Hingað til hafa skrif mín aðallega tengst fjármálum og hagfræði. Í vetur skellti ég mér hins vegar á námskeið í skapandi skrifum hjá City University. Það var virkilega ánægjuleg lífsreynsla og kynntist ég þar mjög áhugaverðu fólki. Ég hef nú einhverjar efasemdir um að ég og skáldagyðjan séum í takt en það má búast við að skúffuverkum fjölgi á næstunni.“ Með rísandi sól stefnir Þóra að því að taka sér nýja hluti fyrir hendur og segir hún að af mörgu sé að taka. „Þar sem ég bý nú við hliðina á tennisklúbbi hennar hátignar ætla ég að reyna að taka upp tennisspaða í sumar og ef til vill skrá mig á námskeið. Nýju gönguskórnir mínir standa líka ónotaðir inni í herbergi og er ég að bíða eftir rétta tækifærinu til að vígja þá,“ segir Þóra að lokum. Héðan og þaðan Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
„Þegar kemur að frístundum er af mörgu að taka en fyrst verð ég að nefna hlaupin. Ég byrjaði fyrst að hlaupa þegar ég var í námi í London árið 2005. Nú á ég eitt heilt og nokkur hálf maraþon að baki. Stefnan er tekin á að bæta tímann í hálfu maraþoni nú í haust í Bretlandi,“ segir Þóra Helgadóttir hagfræðingur, sem nú starfar hjá Singer og Friedlander í Lundúnum. Hún segist njóta þess að vakna snemma á morgnana og hlaupa niður að Thames. „Það er uppörvandi að fylgjast með Lundúnaborg vakna til lífsins, hvort sem það eru róðrarklúbbarnir að þeysast upp ána eða vallarstarfsmenn Fulham að undirbúa daginn. Útsýnið af Hammersmith-brúnni er ekki af verri endanum. Á miðvikudögum hleyp ég hins vegar með strákunum hjá Kaupþingi London í Hyde Park í hádeginu. Þar er keppt við klukkuna en þrátt fyrir að hafa leyft stelpu að ganga í hópinn hefur ekki hægt á okkur. Þegar ég vil algjörlega gleyma stað og stund veit ég fátt betra en að detta inn í Dance Works í London og skella mér í modern jazz-tíma. Ég stundaði dansnám og kenndi síðar hja JSB í mörg ár og því er dansinn mér alltaf kær,“ segir Þóra. Auk þess segist hún hafa gaman af lestri góðra bóka og segir smekkinn á því sviði mjög fjölbreyttan. „Það má ósjaldan finna mig á kaffihúsum borgarinnar þegar ég hef tíma aflögu með nokkrar bækur og blöð mér við hlið. Ég hef einnig gaman af því að munda pennann sjálf. Hingað til hafa skrif mín aðallega tengst fjármálum og hagfræði. Í vetur skellti ég mér hins vegar á námskeið í skapandi skrifum hjá City University. Það var virkilega ánægjuleg lífsreynsla og kynntist ég þar mjög áhugaverðu fólki. Ég hef nú einhverjar efasemdir um að ég og skáldagyðjan séum í takt en það má búast við að skúffuverkum fjölgi á næstunni.“ Með rísandi sól stefnir Þóra að því að taka sér nýja hluti fyrir hendur og segir hún að af mörgu sé að taka. „Þar sem ég bý nú við hliðina á tennisklúbbi hennar hátignar ætla ég að reyna að taka upp tennisspaða í sumar og ef til vill skrá mig á námskeið. Nýju gönguskórnir mínir standa líka ónotaðir inni í herbergi og er ég að bíða eftir rétta tækifærinu til að vígja þá,“ segir Þóra að lokum.
Héðan og þaðan Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira