Viðskipti erlent

Warren Buffet í innkaupaferð um Evrópu

Ofurfjárfestirinn og ríkasti maður heims, Warren Buffet, heldur í innkaupaferð til Evrópu í dag. Hann hefur áhuga á að kaupa sig inn í stærstu fjölskyldufyrirtæki álfunnar.

Samkvæmt frásögn í danska blaðinu Börsen mun Buffet hafa sérstakan áhuga á fyrirtækjum í fjölskyldueigu á Ítalíu, Spáni, Þýskalandi og Sviss.

"Starfsemi okkar er ekki nærri eins umfangsmikil í Evrópu eins og hún ætti að vera," sagði Buffet á aðalfundi fjárfestingarfélags síns Berkshire Hathaway í síðasta mánuði. Og hann hefur fullan hug á að breyta því.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×