Sport

Alain Bernard hafði betur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Eins og við var að búast var gríðarleg spenna í úrslitum 100 metra skriðsunds karla. Frakkinn Alain Bernard brosti þó sínu breiðasta eftir sundið en hann hafði betur gegn Eamon Sullivan frá Ástralíu.

Bernard kom fyrstur í mark á 47,21 sekúndum í nótt, 11 sekúndubrotum á undan Sullivan. Í undanúrslitum í gær setti Sullivan nýtt heimsmet í greininni en það var ekki slegið í úrslitasundinu.

Jason Lesak frá Bandaríkjunum og Cesar Cielo Filho komu í mark á nákvæmlega sama tíma og deila þeir bronsverðlaununum í 100 metra skriðsundinu. Kínverskt einvígi
Það var einnig mikil spenna í úrslitum í 200 metra flugsundi kvenna. Þar voru tvær kínverskar stúlkur sem háðu einvígi um gullið. Zige Liu kom fyrst í mark á 1:31,59 mínútu sem er nýtt heimsmet.

Liuyang Jiao synti einnig undir gamla heimsmetstímanum en það dugði henni þó einungis í annað sætið. Talsvert á eftir kom síðan Jessicah Schipper frá Ástralíu og fékk hún því bronsverðlaun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×