Viðskipti innlent

Spurning hvort IMF þurfi að bjarga Íslandi frá efnahagshruni

Í grein sem Edmund Conway fjármálaritstjóri breska blaðsins Daily Telegraph skrifar í gær koma fram vangaveltur um að Alþjóðlegi gjaldeyrisvarasjóðurinn muni þurfa að bjarga Íslandi frá efnahagshruni.

Yrði þetta þá í fyrsta sinn í rúmlega 30 ár sem sjóðurinn þarf að koma þróuðu landi til aðstoðar. Áður þurfti sjóðurinn að hlaupa undir bagga með bresku ríkisstjórninni vegna mikilla efnahagsörðugleika landsins á áttundan áratug síðustu aldar.

Conway fjallar um stöðuna á Íslandi og nefnir meðal annars mikinn og viðvarandi viðskiptahalla og það sem verra sé, bankakerfi landsins sé yfirþanið en það átta sinnum stærra en efnahagur landsins. Því sé ólíklegt að Seðlabankinn geti bjargað því ef það hrynur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×