Ný tækifæri með tilkomu tölvuskýja 28. október 2008 13:41 Microsoft svipti í gær hulunni af Windows Azure, netstýrikerfi sem verður grunnurinn að aukinni áherslu fyrirtækisins á veflausnir. Slíkar lausnir byggja á því sem kallað er „cloud computing", sem þýða má sem „tölvuský". Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Microsoft á Íslandi. Þar segir ennfremur: Tölvuský eru í raun nettengd risagagnaver sem fyrirtæki geta nýtt til að keyra hugbúnaðarlausnir sínar í stað þess að byggja upp eigin tölvuver. Tölvuský geta m.a. tryggt fyrirtækjum stöðugan aðgang að nýjasta og öflugasta tölvubúnaði sem í boði er, sparað kostnað við rekstur eigin tölvukerfa og gert fyrirtækjum kleift að ráða betur við álagssveiflur. Ýmis vefþjónusta fyrir einstaklinga byggir nú þegar á tölvuskýjum en fyrirtæki eru í auknum mæli farin að líta á tölvuský sem raunhæfan valkost við hefðbundið fyrirkomulag í rekstri tölvukerfa. Ray Ozzie, þróunarstjóri Microsoft, kynnti Windows Azure á Professional Developers ráðstefnu Microsoft (PDC) í gær. Þar lagði hann áherslu á það hvernig forritarar og vefhönnuðir geta byggt lausnir sínar ofan á Azure og þannig þróað næstu kynslóð hugbúnaðar sem nýtir sér kosti tölvuskýja. „Azure mun veita bæði hugbúnaðarhönnuðum, hvort sem þeir sérhæfa sig í vefhugbúnaði eða viðskiptahugbúnaði, áður óþekkt tækifæri. Azure er hannað til að breyta því hvernig fyrirtæki starfa og hvernig neytendur upplifa Vefinn. Með Azure geta viðskiptavinir okkar valið milli þess að keyra hugbúnað sinn í tölvuskýi á Vefnum, á eigin tölvukerfum innanhúss eða sameinað kosti beggja á þann hátt sem best hentar hverju fyrirtæki fyrir sig," sagði Ozzie við kynninguna á Azure. „Tilkoma tölvuskýja opnar og auðveldar aðgang frumkvöðla að nýjum mörkuðum sem skapar tækifæri fyrir íslenskt hugvit. Það má því segja að þessar nýjungar komi á hárréttum tíma fyrir íslensk sprotafyrirtæki," segir Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft Íslandi. Kjarni Azure er útgáfa Windows stýrikerfisins sem er sérhönnuð fyrir tölvuský auk þess sem Azure er samhæft ýmsum öðrum Microsoft-lausnum á borð við SQL Services, .Net Services og Live Services. Gestir PDC fengu prufuaðgang að Azure Services, þróunartólum sem hönnuðir geta notað til að smíða hugbúnað fyrir Windows Azure. Nánari upplýsingar um Azure má finna á slóðinni www.azure.com. Tækni Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Microsoft svipti í gær hulunni af Windows Azure, netstýrikerfi sem verður grunnurinn að aukinni áherslu fyrirtækisins á veflausnir. Slíkar lausnir byggja á því sem kallað er „cloud computing", sem þýða má sem „tölvuský". Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Microsoft á Íslandi. Þar segir ennfremur: Tölvuský eru í raun nettengd risagagnaver sem fyrirtæki geta nýtt til að keyra hugbúnaðarlausnir sínar í stað þess að byggja upp eigin tölvuver. Tölvuský geta m.a. tryggt fyrirtækjum stöðugan aðgang að nýjasta og öflugasta tölvubúnaði sem í boði er, sparað kostnað við rekstur eigin tölvukerfa og gert fyrirtækjum kleift að ráða betur við álagssveiflur. Ýmis vefþjónusta fyrir einstaklinga byggir nú þegar á tölvuskýjum en fyrirtæki eru í auknum mæli farin að líta á tölvuský sem raunhæfan valkost við hefðbundið fyrirkomulag í rekstri tölvukerfa. Ray Ozzie, þróunarstjóri Microsoft, kynnti Windows Azure á Professional Developers ráðstefnu Microsoft (PDC) í gær. Þar lagði hann áherslu á það hvernig forritarar og vefhönnuðir geta byggt lausnir sínar ofan á Azure og þannig þróað næstu kynslóð hugbúnaðar sem nýtir sér kosti tölvuskýja. „Azure mun veita bæði hugbúnaðarhönnuðum, hvort sem þeir sérhæfa sig í vefhugbúnaði eða viðskiptahugbúnaði, áður óþekkt tækifæri. Azure er hannað til að breyta því hvernig fyrirtæki starfa og hvernig neytendur upplifa Vefinn. Með Azure geta viðskiptavinir okkar valið milli þess að keyra hugbúnað sinn í tölvuskýi á Vefnum, á eigin tölvukerfum innanhúss eða sameinað kosti beggja á þann hátt sem best hentar hverju fyrirtæki fyrir sig," sagði Ozzie við kynninguna á Azure. „Tilkoma tölvuskýja opnar og auðveldar aðgang frumkvöðla að nýjum mörkuðum sem skapar tækifæri fyrir íslenskt hugvit. Það má því segja að þessar nýjungar komi á hárréttum tíma fyrir íslensk sprotafyrirtæki," segir Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft Íslandi. Kjarni Azure er útgáfa Windows stýrikerfisins sem er sérhönnuð fyrir tölvuský auk þess sem Azure er samhæft ýmsum öðrum Microsoft-lausnum á borð við SQL Services, .Net Services og Live Services. Gestir PDC fengu prufuaðgang að Azure Services, þróunartólum sem hönnuðir geta notað til að smíða hugbúnað fyrir Windows Azure. Nánari upplýsingar um Azure má finna á slóðinni www.azure.com.
Tækni Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf