Innlent

Árásarmanna leitað

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að tveimur karlmönnum, líklega 25 til 30 ára og hugsanlega af erlendu bergi brotnum, sem eru grunaðir um að hafa misþyrmt karlmanni á sjötugsaldri á Laugaveginum um klukkan hálffjögur í fyrrinótt. Þeir rændu hann einnig. Lögreglan lýsir eftir vitnum að atburðinum, sem átti sér stað á mótum Laugavegar og Frakkastígs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×