Viðskipti erlent

Fjármálakreppa hefur ekki mikil áhrif á Nordea

Sænski bankinn Nordea, stærsti banki á Norðurlöndum, hagnaðist um 687 milljónir evra, jafnvirði um 80 milljarða króna, á fyrsta árfjórðungi samkvæmt uppgjöri sem birt var í dag.

Er það um tveimur prósentum minni hagnaður en á sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn reyndist eilítið meiri en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir en meðaltal þeirra var um 77 milljarðar króna. Christan Clausen, forstjóri Nordea, segir í tilkynningu að hann sé ánægður með afkomuna í ljósi þeirra erfiðleika sem verið hafi á mörkuðum undanfarna mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×