Handbolti

Einar öflugur hjá Grosswallstadt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Einar Hólmgeirsson í leik með íslenska landsliðinu.
Einar Hólmgeirsson í leik með íslenska landsliðinu. Nordic Photos / AFP
Einar Hólmgeirsson átti góðan dag er Grosswallstad og Gummersbach gerðu jafntefli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 34-34.

Einar skoraði átta mörk í leiknum og var markahæstur sinna manna. Róbert Gunnarsson skoraði sex fyrir Gummersbach.

Á fimm mínútuna kafla í síðari hálfleik skoruðu þeir félagar sjö af alls níu mörkum leiksins á þeim tíma. Staðan í hálfleik var 21-16, Grosswallstadt í vil.

Gummersbach er í sjötta sæti deildarinnar með átján stig en Grosswallstadt er nú í þrettánda sæti með tíu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×