Viðskipti erlent

Kortasvik á netinu í Bretlandi nema 500 milljónum punda

Greiðslukortasvik á netinu í Bretlandi eru mun meiri en áður var talið. Samkvæmt nýrri úttekt BBC nema svikin um 500 milljón punda á ári eða sem svarar til um 75 milljarða kr. Samkvæmt eftirlitsstofnun með kortanotkun í Bretlandi hafa svik af þessu tagi aukist um 25% á milli síðustu tveggja ára og áætlar stofnunin að svikin í fyrra hafi numið 535 milljón punda.

Meðal þess sem er að finna í úttekt BBC er að teir af fréttamönnum BBC dulbjuggu sig sem tölvuþrjóta og komust þannig inn á vefsíðu sem seldi upplýsingar af greiðslukortum sem stolið hafði verið af netinu þegar viðkomandi korthafi verslaði þar.

Ennfremur kemur fram í úttektinn að megnið af þeirri aukningu sem orðið hefur á netsvikum af þessu tagi í Bretlandi megi rekja til glæpamanna sem starfa utan landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×